fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Joe Biden formlega útnefndur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. ágúst 2020 04:39

Joe og Jill Biden í forgrunni. Mynd: EPA-EFE/DNCC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden var í nótt, að íslenskum tíma, formlega útnefndur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins á þingi flokksins. Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar fer þingið að mestu fram á netinu. Biden er til dæmis heima hjá sér í Delaware og ávarpaði þingfulltrúa þaðan.

„Takk öll sömul. Þetta skiptir öllu fyrir mig og fjölskyldu mína. Við sjáumst á fimmtudaginn.“

Sagði hinn 77 ára Biden.

Michelle Obama, eiginkona Barack Obama fyrrum forseta, var meðal þeirra sem ávörpuðu þingið á fyrsta degi þess og í gær var röðin komin að Bill Clinton, fyrrum forseta, að ávarpa þingið. Eins og Obama veittist hann að Donald Trump, forseta, og viðbrögðum hans við heimsfaraldri kórónuveirunnar.

„Á tímum sem þessum ætti skrifstofa forsetans að vera stjórnstöð. Þess í stað er hún miðpunktur óveðursins. Það ríkir ekkert nema ringulreið. Það er aðeins eitt sem breytist aldrei – það hversu fast hann stendur við að taka ekki ábyrgð og varpa sökinni á aðra.“

Sagði Clinton.

Þinginu lýkur á morgun og þá verður hápunkturinn þakkarræða Joe Biden fyrir að hafa verið útnefndur forsetaframbjóðandi flokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?