fbpx
Föstudagur 25.september 2020
Pressan

Erkibiskup handtekinn – Seldi „kraftaverkakúr“ gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. ágúst 2020 05:40

Búið að handtaka feðgana. Mynd:Fisclia Colombia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kraftaverkakúr Bandaríkjamannsins Mark Grenon, sem er sjálfútnefndur erkibiskup, hefur kostað sjö manneskjur lífið. Grenon og sonur hans, Joseph, voru nýlega handteknir í Kólumbíu en Grenon hafði að undanförnu verið á flótta með syninum. Þeir voru eftirlýstir af bandarískum yfirvöldum vegna gruns um að þeir hefðu selt klór sem „kraftaverkakúr“ gegn kórónuveirunni.

Grenon er sjálfútnefndur erkibiskup í eigin kirkju í Flórída að sögn AP News.

Grenon og þrír synir hans voru ákærðir fyrir um mánuði síðan fyrir að hafa selt lyf, sem er ekki viðurkennt af heilbrigðisyfirvöldum, og getur verið lífshættulegt. Efnið, sem um ræðir, er kröftugt klórefni sem er aðallega notað við textílframleiðslu.

Grenon-fjölskyldan hafði markaðssett lyfið sem „kraftaverka-kúr“. Grenon hélt því fram að það læknaði nær alla sjúkdóma, þar á meðal COVID-19, krabbamein, HIV/AIDS og einhverfu.

The Guardian skýrði fyrir nokkru frá því að fjölskyldan hefði sent Donald Trump, forseta, bréf og hvatt hann til að nota efnið í baráttunni gegn kórónuveirunni. Nokkrum dögum síðar kynnti Trump efnið sem hugsanlega lækningu við kórónuveirunni.

Feðgarnir verða framseldir til Bandaríkjanna innan skamms en þeir eiga allt að 17 ára fangelsi yfir höfði sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Cindy McCain styður Joe Biden – „Við erum Repúblikanar en fyrst og fremst Bandaríkjamenn“

Cindy McCain styður Joe Biden – „Við erum Repúblikanar en fyrst og fremst Bandaríkjamenn“
Pressan
Í gær

Þeir sem smitast af kórónuveirunni og flensunni verða í „alvarlegum vanda“

Þeir sem smitast af kórónuveirunni og flensunni verða í „alvarlegum vanda“
Pressan
Í gær

Fljótlega verður hægt að fá svar úr kórónuveirusýnatöku á 10 mínútum

Fljótlega verður hægt að fá svar úr kórónuveirusýnatöku á 10 mínútum
Pressan
Í gær

Heimsfaraldurinn gæti gert út af við frægar danskar tónlistarhátíðir

Heimsfaraldurinn gæti gert út af við frægar danskar tónlistarhátíðir