fbpx
Miðvikudagur 12.ágúst 2020
Pressan

Varpar fram sprengjum um Trump í nýrri bók – Vanræktur í æsku og varð hættulegasti maður heims

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. júlí 2020 05:45

Líkar fólki ekki við Trump?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir tæpa viku kemur ný bók um Donald Trump út. Hún er eftir bróðurdóttur hans, sálfræðinginn Mary Trump. Bókin, sem heitir „Too Much and Never Enough“ er 240 síður og trónir nú þegar á toppi metsölulista netverslunar Amazon þrátt fyrir að hún sé ekki komin út.

Bókin er 240 síður og í henni segir Mary frá ýmsu varðandi forsetann út frá sjónarhóli fjölskyldunnar. Samkvæmt frétt Dagbladet þá inniheldur bókin eitt og annað sem flokka má sem eldfimt efni sem fellur væntanlega ekki í kramið hjá forsetanum. Segir Dagbladet að á baksíðu bókarinnar komi fram að Trump hafi verið vanræktur í æsku og að það hafi sett mark sitt á hann til lífstíðar.

„Vanræksla er að vissu leyti spurning um „of mikið“ eða „ekki nóg“. Móðir Donalds veiktist þegar hann var tveggja og hálfs árs. Þá var hann um leið sviptur mikilvægustu uppsprettu traust og mannlegra samskipta. Faðir hans, Fred, var eina foreldrið sem hann hafði aðgang að. En Fred taldi það ekki í sínum verkahring að annast lítil börn og hélt áfram að vinna 12 tíma á dag, sex daga í viku, í Trump Management eins og börnin hans gætu bara séð um sig sjálf.“

Segir í útdrættinum.

Mary segir að þessi skortur á nánd við foreldrana hafi skaðað forsetann fyrir lífstíð og hafi mótað þann mann sem situr nú í Hvíta húsinu.

Í bókinni lýsir Mary ýmsu sem hún varð vitni að sem barn á heimili afa síns og ömmu í New York þar sem Donald Trump ólst upp.

„Hún lýsir martröð áfalla, eyðileggjandi samböndum og hörmulegri blöndu vanrækslu og ofbeldis.“

Segir í fréttatilkynningu frá Simon & Schuster bókaútgáfunni sem gefur bókina út.

Mary segir einnig að Trump hafi hafnað föður sínum og niðurlægt hann þegar hann fór að sýna merki þess að vera með Alzheimers. Þetta gerði hann þrátt fyrir að hann væri uppáhaldssonurinn. Í bókinni færir hún að sögn rök fyrir að „einstæðir atburðir og almennt fjölskyldumynstur hafi skapað ónýtan mann sem sitji nú í Hvíta húsinu“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hræðilegt leyndarmál eiginmannsins

Hræðilegt leyndarmál eiginmannsins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Enn er sótt að Andrew prins – „Þetta voru lengstu 10 mínútur lífs míns“

Enn er sótt að Andrew prins – „Þetta voru lengstu 10 mínútur lífs míns“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sáði dularfullum fræjum sem komu í pósti – Útkoman var ótrúleg

Sáði dularfullum fræjum sem komu í pósti – Útkoman var ótrúleg
Fyrir 5 dögum

Gylfi Sig við veiðar í Grímsá í Borgarfirði

Gylfi Sig við veiðar í Grímsá í Borgarfirði