fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
Pressan

„Kínverjar reyna af öllum mætti að verða eina stórveldi heims, sama hvað það kostar“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. júlí 2020 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverjar njósna, stunda tölvuinnbrot og kúga fólk. Allt er þetta liður í að gera landið að eina stórveldi heims, bæði á tæknisviðinu og efnahagslega. Þessa mynd dró Christopher Wray, forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, upp nýlega í samtali við hina íhaldssömu hugveitu Hudson Institute.

Hann sagði að tæplega helmingur þeirra 5.000 mála er varða njósnir, sem FBI rannsakar nú, tengist Kína. Wray hefur lengi verið þekktur gagnrýnandi á Kína og ummæli hans falla á sama tíma og samskipti þessara tveggja stærstu hagkerfa heimsins eru mjög stirð.

Hann sagði að nú væru Kínverjar að reyna að verða sér úti um upplýsingar frá bandarískum heilbrigðisstofnunum, lyfjafyrirtækjum og háskólum varðandi mikilvægar rannsóknir á COVID-19.

Wray er ekki einn um að hafa gagnrýnt Kínverja að undanförnu því það hafa Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, einnig gert. En þeir hafa ekki farið eins mikið út í smáatriði og Wray.

Að hans sögn þá hefur málum er varða njósnir, er tengjast efnahagskerfinu, tengdum Kína fjölgað um 1.300 prósent. Hann sagði að það gæti eiginlega ekki verið meira undir en í þessum málum og sá hugsanlegi efnahagslegi skaði sem væri hægt að valda Bandaríkjunum væri næstum því óskiljanlegur.

Að hans mati eru njósnir Kínverja mesta ógnin til langframa hvað varðar upplýsingatækni, hugverk og efnahagsmál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hætta sölu AstraZeneca bóluefnisins

Hætta sölu AstraZeneca bóluefnisins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norska fjársjóðsleitin er hafin – Milljónir í boði og þú getur tekið þátt

Norska fjársjóðsleitin er hafin – Milljónir í boði og þú getur tekið þátt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er hústökufaraldur í Bandaríkjunum eða er hér um áróður hægri manna að ræða?

Er hústökufaraldur í Bandaríkjunum eða er hér um áróður hægri manna að ræða?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjölskyldufaðir í öngum sínum eftir að konan sem stakk son hans 108 sinnum með brauðhníf var dæmd til samfélagsþjónustu

Fjölskyldufaðir í öngum sínum eftir að konan sem stakk son hans 108 sinnum með brauðhníf var dæmd til samfélagsþjónustu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings