fbpx
Fimmtudagur 06.maí 2021
Pressan

Nágranninn gerði hryllilega uppgötvun heima hjá þeim grunaða í máli Madeleine McCann

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. júní 2020 05:28

Umrætt hús. Mynd:Þýska sambandslögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál Madeleine McCann er skyndilega á allra vörum eftir að breska og þýska lögreglan skýrðu frá því að þýskur barnaníðingur, sem þýskir fjölmiðlar kalla Christian B., sé nú grunaður um að hafa numið hana á brott og myrt. Madeleleine var þá þriggja ára en þetta gerðist árið 2007 í Portúgal.

Christian B., sem er 43 ára, hefur hlotið dóma fyrir kynferðisofbeldi gagnvart börnum og fullorðnum. Það eitt bendir til að persónuleiki hans sé vægast sagt ógeðfelldur og miðað við fréttaflutning Sky News þá var heimili hans ekki miklu geðslegra.

Madeleine McCann hvarf úr þessu húsi 2007.

Fréttastofan ræddi við nágranna hans, það er að segja fyrrum nágranna því maðurinn lét sig hverfa úr húsinu án nokkurs fyrirvara. Húsið er í Algarve í Portúgal.

„Við fundum ruslapoka með hárkollum og framandi fatnaði, hvort þetta voru bara grímubúningar eða eitthvað annað furðulegt get ég ekki sagt til um.“

Sagði nágranninn fyrrverandi meðal annars.

Innan úr húsi Christian B. Mynd: Þýska sambandslögreglan

Christian B. bjó í Algarve 2007, þegar Madeleine hvarf. Hann var þá eiginlega útigangsmaður sem vann fyrir sér með því að taka að sér smáverkefni hér og þar. Ári áður bjó hann í niðurníddri byggingu á Algarve. Sky segir að frá húsinu liggi stígur niður að ströndinni þar sem Madeleine og fjölskylda hennar léku sér og nutu lífsins á áður en hún hvarf.

Þrátt fyrir að hann hafi yfirgefið húsið áður en Madeleine hvarf telur lögreglan að hann hafi haldið til í Praia da Luz, þar sem fjölskylda Madeleine var í fríi þegar hún hvarf. Lögreglan telur að hann hafi búið í VW T3 sendibíl sínum.

Bíll Christian B. Mynd: Þýska sambandslögreglan

Nágranninn sagði að Christian B. hefði flutt í húsið um miðjan tíunda áratuginn en það passar við upplýsingar lögreglunnar um að hann hafi búið á svæðinu frá 1996 til 2007.

„Hann var alltaf svolítið reiður og ók hratt upp og niður veginn og síðan hvarf hann dag einn 2006 án þess að segja neitt. Ég held að hann hafi skuldað leigu. Um sex mánuðum síðar var ég beðinn um að aðstoða við að hreinsa húsið og það var ógeðslegt, algjör viðbjóður.“

Christian B. afplánar nú sjö ára fangelsisdóm í Þýskalandi fyrir nauðgun á 72 ára konu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svartbjörn varð konu að bana í Colorado – Fjórða tilfellið á 60 árum

Svartbjörn varð konu að bana í Colorado – Fjórða tilfellið á 60 árum
Pressan
Í gær

Sænsku hægriflokkarnir þrýsta á ríkisstjórnina vegna innflytjendamála

Sænsku hægriflokkarnir þrýsta á ríkisstjórnina vegna innflytjendamála
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný heimildarmynd um Hitler – Klámfíkill sem naut þess að láta pissa á sig

Ný heimildarmynd um Hitler – Klámfíkill sem naut þess að láta pissa á sig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kórea hefur í hótunum við Bandaríkin – „Hann gerði stór mistök“

Norður-Kórea hefur í hótunum við Bandaríkin – „Hann gerði stór mistök“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Breytingar á skiptingu þingsæta í fulltrúadeildinni geta komið Repúblikönum vel

Breytingar á skiptingu þingsæta í fulltrúadeildinni geta komið Repúblikönum vel
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ástralar gagnrýna kínverska leiðtoga harðlega

Ástralar gagnrýna kínverska leiðtoga harðlega