fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Pressan

Spá tvöföldun dauðsfalla af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. maí 2020 05:55

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spár, sem voru gerðar fyrir bandarísku ríkisstjórnina, um afleiðingar þess að byrjað verður að opna samfélagið upp á nýtt á næstunni eru ekki glæsilegar. Samkvæmt þeim þá mun dauðsföllum fjölga um helming. Strangar takmarkanir eru nú í gildi víða um Bandaríkin vegna COVID-19 faraldursins en byrjað er að létta þeim í sumum ríkjum og önnur hafa boðað tilslakanir á næstunni.

New Yorkt Times og Washington Post skýra frá þessu. Blöðin segja að þetta komi fram í spá frá bandarísku smitsjúkdómastofnunni CDC sem blöðin komust yfir. Samkvæmt henni munu um 200.000 smit greinast daglega frá því í byrjun júní. um 3.000 manns munu látast daglega af völdum sjúkdómsins.

Núna eru um 25.000 til 30.000 ný smit staðfest daglega og 1.500 til 2.000 látast af völdum sjúkdómsins. Talsmenn Hvíta hússins draga ekki uppruna spárinnar í efa en segja að um vinnuskjal CDC sé að ræða og leggja áherslu á að það hafi ekki verið tekið fyrir af aðgerðateymi Donald Trump varðandi COVID-19 faraldurinn né samþykkt af öðrum stofnunum.

Judd Deere, talsmaður Hvíta hússins, sagði að spáin endurspegli ekki þá útreikninga sem aðgerðateymið hafi gert eða þau gögn sem teymið hefur unnið út frá. Hann sagði að sú stefna Donald Trump, forseta, að opna landið á nýjan leik í áföngum sé byggð á vísindalegum grunni sem sérfræðingar í heilbrigðis- og farsóttarmálum styðji.

Trump hefur sagt að 100.000 dauðsföll séu versta útkoman sem geti orðið en samkvæmt spánni þá verður raunveruleikinn allt annar. Nú þegar hafa um 68.000 manns látist af völdum sjúkdómsins í Bandaríkjunum.

Önnur spá frá University of Washington sýnir að um 135.000 muni væntanlega hafa látið lífið af völdum sjúkdómsins um miðjan mars. Er þá miðað við líklegustu framvindu faraldursins en miðað við að hann hegði sér öðruvísi geta dauðsföllin orðið á bilinu 95.000 til 200.000.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm