fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Fundu blóðbletti á heimili Anne-Elisabeth

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. maí 2020 06:45

Heimili Hagen-hjónanna og Anne-Elisabeth á innfelldu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að Anne-Elisabeth Hagen hvarf frá heimili sínu í útjaðri Osló í lok október 2018 eyddi lögreglan ófáum vinnustundum næstu mánuði í að fínkemba heimili hennar og Tom Hagen, eiginmanns hennar, í leit að sönnunargögnum. Mikið magn margvíslegra sönnunargagna fannst, þar á meðal skóför, DNA úr mörgum manneskjum, þar á meðal úr Tom Hagen en það þarf varla að koma á óvart þar sem hann býr í húsinu.

Dagbladet segir að einnig hafi fundist smávegis blóð úr Tom á tveimur stöðum í húsinu. Það hafi verið þessir blóðblettir sem urðu til að grunsemdir lögreglunnar, um að Tom hefði átt hlut að máli varðandi hvarf Anne-Elisabeth, styrktust enn frekar.

Svein Holden, verjandi Tom, hefur frá upphafi dregið gildi þessara blóðdropa í efa og þegar hann áfrýjaði gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Tom til æðra dómsstigs benti hann á að ekki væri hægt að nota blóðdropana sem sönnunargagn um aðild Tom að hvarfi og/eða morðinu á Anne-Elisabeth. Ástæðan fyrir því var að hans sögn að lögreglan vinnur út frá þeirri kenningu að Tom hafi ekki komið sjálfur að málinu hvað varðar líkamlega þáttinn, þ.e.a.s. að vera á vettvangi þegar Anne-Elisabeth var numin á brott.

Hann benti auk þess á þá staðreynd að Tom var í vinnunni þegar Anne-Elisabeth hvarf og það hafa mörg vitni staðfest. Af þessum sökum hljóti blóðblettirnir að vera frá einhverjum öðrum tíma og því ekki tengdir því sem gerðist í húsinu að morgni þessa örlagaríka dags.

Áfrýjunardómstóll tók þetta til greina og felldi gæsluvarðhaldsúrskurðinn úr gildi og þá ákvörðun staðfesti Hæstiréttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri