fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Fundu blóðbletti á heimili Anne-Elisabeth

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. maí 2020 06:45

Heimili Hagen-hjónanna og Anne-Elisabeth á innfelldu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að Anne-Elisabeth Hagen hvarf frá heimili sínu í útjaðri Osló í lok október 2018 eyddi lögreglan ófáum vinnustundum næstu mánuði í að fínkemba heimili hennar og Tom Hagen, eiginmanns hennar, í leit að sönnunargögnum. Mikið magn margvíslegra sönnunargagna fannst, þar á meðal skóför, DNA úr mörgum manneskjum, þar á meðal úr Tom Hagen en það þarf varla að koma á óvart þar sem hann býr í húsinu.

Dagbladet segir að einnig hafi fundist smávegis blóð úr Tom á tveimur stöðum í húsinu. Það hafi verið þessir blóðblettir sem urðu til að grunsemdir lögreglunnar, um að Tom hefði átt hlut að máli varðandi hvarf Anne-Elisabeth, styrktust enn frekar.

Svein Holden, verjandi Tom, hefur frá upphafi dregið gildi þessara blóðdropa í efa og þegar hann áfrýjaði gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Tom til æðra dómsstigs benti hann á að ekki væri hægt að nota blóðdropana sem sönnunargagn um aðild Tom að hvarfi og/eða morðinu á Anne-Elisabeth. Ástæðan fyrir því var að hans sögn að lögreglan vinnur út frá þeirri kenningu að Tom hafi ekki komið sjálfur að málinu hvað varðar líkamlega þáttinn, þ.e.a.s. að vera á vettvangi þegar Anne-Elisabeth var numin á brott.

Hann benti auk þess á þá staðreynd að Tom var í vinnunni þegar Anne-Elisabeth hvarf og það hafa mörg vitni staðfest. Af þessum sökum hljóti blóðblettirnir að vera frá einhverjum öðrum tíma og því ekki tengdir því sem gerðist í húsinu að morgni þessa örlagaríka dags.

Áfrýjunardómstóll tók þetta til greina og felldi gæsluvarðhaldsúrskurðinn úr gildi og þá ákvörðun staðfesti Hæstiréttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum