fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Læknar án landamæra að störfum í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 17. maí 2020 16:00

Navajo indíánar við helgiathöfn. EPA-EFE/MATT YORK / POOL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrsta sinn í sögunni hafa mannúðarsamtökin Læknar án landamæra sent fólk til aðstoðar í Bandaríkjunum. Hópur hefur verið sendur til verndarsvæðis Navajo indíána til að aðstoða yfirvöld þar í baráttunni við kórónuveiruna.

The Hill hefur eftir talsmanni samtakanna að níu manns hafi verið að störfum á verndarsvæðinu síðan í apríl. Samtökin senda venjulega lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk til átakasvæða eða náttúruhamfarasvæða en þetta er í fyrsta sinn sem þau senda fólk til starfa í Bandaríkjunum.

Verndarsvæðið er í norðausturhluta Arizona og nær yfir tæplega 67.000 ferkílómetra. Þetta er stærsta verndarsvæði indíána í Bandaríkjunum. Um 170.000 indíánar búa þar. Þar eru fleiri tilfelli COVID-19 smita miðað við höfðatölu en í nokkru ríki Bandaríkjanna eða 1.786 smit á hverja 100.000 íbúa.

Fram að þessu hafa 100 dauðsföll verið skráð á verndarsvæðinu en indíánarnir eru með miklar áhyggjur af velferð elstu íbúanna sem bera ábyrgð á að varðveita menningu þeirra og tungumál.

Læknar án landamæra hafa einnig sent lítið teymi til aðstoðar Puebloindíánum norðan við Albuquerque.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu