fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020
Pressan

WHO – Aðeins nýtt bóluefni getur stöðvað útbreiðslu COVID-19

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. apríl 2020 05:47

Margir eru efins um bóluefnið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er þörf fyrir öruggt og virkt bóluefni til að stöðva útbreiðslu COVID-19 algjörlega segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar WHO. Á meðan slíkt bóluefni er ekki til er sífellt hætta á að veiran láti aftur á sér kræla.

AFP skýrir frá þessu. Fram kemur að Tedros hafi skýrt frá þessu á upplýsingafundi í gær þar sem hann fór yfir stöðu mála hvað varðar heimsfaraldurinn. Hann sagði að vegna þess hversu þétt heimurinn er samofinn verði viðvarandi hætta á að faraldurinn blossi upp á nýjan leik á meðan bóluefni er ekki til staðar. Það sé því nauðsynlegt að finna upp öruggt og virkt bóluefni til að stöðva útbreiðsluna algjörlega.

WHO segir að dánartíðnin af völdum COVID-19 sé mun hærri en af völdum svínainflúensunnar, einnig þekkt sem H1N1, sem geisaði 2009.

„Við vitum að COVID-19 dreifir sér hratt og við vitum að veiran er banvæn. Tíu sinnum banvænni er faraldurinn 2009.“

Sagði Tedros.

Nú hafa um 115.000 dauðsföll af völdum COVID-19 verið skráð um allan heim

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Í gær

Ein undarlegasta flugferðin sem farin hefur verið að undanförnu

Ein undarlegasta flugferðin sem farin hefur verið að undanförnu
Pressan
Í gær

Ótrúleg uppgötvun – „Þau fullkomnustu sem ég hef séð á ferlinum“

Ótrúleg uppgötvun – „Þau fullkomnustu sem ég hef séð á ferlinum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrstu kórónuveirusmitin á Nýja-Sjálandi eftir 102 smitlausa daga

Fyrstu kórónuveirusmitin á Nýja-Sjálandi eftir 102 smitlausa daga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óttast að risahátíðin verði smitsprengja

Óttast að risahátíðin verði smitsprengja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lítill drengur fannst berfættur á götu úti – Óttast að móðurinni hafi verið rænt

Lítill drengur fannst berfættur á götu úti – Óttast að móðurinni hafi verið rænt
Pressan
Fyrir 3 dögum

97.000 börn smituðust af kórónuveirunni á tveimur vikum í Bandaríkjunum

97.000 börn smituðust af kórónuveirunni á tveimur vikum í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Aðeins helmingur Breta vill láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni

Aðeins helmingur Breta vill láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump segir það góða hugmynd að andliti hans verði bætt við Mount Rushmore

Trump segir það góða hugmynd að andliti hans verði bætt við Mount Rushmore