fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Morðalda í Los Angeles – Hafa ekki verið fleiri í áratug

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 18:30

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem af er ári hefur lögreglunni í Los Angeles verið tilkynnt um 300 morð. Þetta er í fyrsta sinn í áratug sem morðin ná 300 á einu ári. „Tala sem við höfum ekki séð í rúman áratug – 300 morð á einu ári,“ sagði í færslu lögreglunnar á Twitter.

CNN segir að á síðasta ári hafi 257 morð verið framin í borginni. Aukningin á þessu ári er rakin til heimsfaraldurs kórónuveirunnar og félagslegra og efnahagslegra áhrifa hans.

Morð númer 300 var framið um helgina þegar 17 ára piltur, sem var á mótorhjóli, var skotinn nærri heimili sínu. Morðum og skotárásum hefur einnig fjölgað í mörgum öðrum borgum landsins undanfarna mánuði. Í Louisville í Kentucky voru morðin orðin 121 í september og hafa aldrei verið fleiri. Talsmaður lögreglunnar sagði CNN þá að málafjöldinn væri svo mikill að lögreglan réði ekki við hann. Til dæmis hefðu aðeins verið handtökur í tengslum við 37 af þessum morðum.

Tölur frá lögreglunni í New York sýna einnig mikla aukningu skotárása eða 100% aukningu frá síðasta ári. Á þessu ári hafa verið 1.667 skotárásir, þar sem fólk hefur særst eða látist, samanborið við 828 á síðasta ári. Morðum hefur einnig fjölgað á milli ára í borginni og eru nú 45% fleiri en á síðasta ári eða 405 á móti 295 á því síðasta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig