fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Mistök komu sér vel við tilraunir á bóluefni AstraZeneca – „Slembilukka“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. nóvember 2020 05:17

Frá starfsstöð AstraZeneca í Ástralíu. Mynd: EPA-EFE/DAN HIMBRECHTS AUSTRALIA AND NEW ZEALAND

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mene Pangalos, yfirmaður þróunar og rannsókna hjá AstraZeneca lyfjafyrirtækinu, segir að mistök við skammtastærð í tilraunum með bóluefni gegn kórónuveirunni hafi valdið því að í ljós kom að bóluefnið næði allt að 90% virkni.

Bóluefnið var þróað í samvinnu við vísindamenn við Oxfordháskóla og hafa miklar vonir verið bundnar við það. AstraZeneca tilkynnti um niðurstöður prófana með bóluefnið á mánudaginn.  Þá kom fram að bóluefnið sýni 70% til 90% virkni.

En þrátt fyrir að margir af færustu sérfræðingum heims í gerð bóluefna hafi unnið að þróun bóluefnisins þá voru það mistök sem urðu til þess að í ljós kom að bóluefnið getur náð allt að 90% virkni. Mistökin voru að þegar verið var að bólusetja hluta sjálfboðaliða í tilraunum með efnið þá var þeim aðeins gefinn hálfur skammtur af bóluefninu í staðinn fyrir heilan skammt. Ef fólki er síðan gefinn heill skammtur mánuði síðar næst allt að 90% virkni í stað 70%.

„Það var algjör slembilukka að við notuðum hálfa skammta,“ sagði Pangalos að sögn The Mirror.

Ætlunin var að breskir sjálfboðaliðar myndu fá tvo heila skammta en það olli kom vísindamönnunum á óvart að sumir sjálfboðaliðanna fengu mildari aukaverkanir á borð við höfuðverk, þreytu og beinverki í handleggjum en búist var við að sögn Pangalos. „Svo við skoðuðum þetta aftur . . . og komumst að því að þeir höfðu aðeins fengið hálfan skammt.“

Samt sem áður var ákveðið að halda áfram með tilraunir á þessum hópi og gefa honum heilan skammt í síðari bólusetningunni. Niðurstaðan var að bóluefnið náði þá 90% virkni í þessum hópi en hjá stærri hóp, sem fékk tvo heila skammta, var virknin 62%. Meðalvirknin var 70% hjá öllum hópum.

„Það er kjarni málsins að við slysuðumst til að gefa hálfan skammt og síðan heilan skammt. Já, þetta voru mistök,“ sagði hann og bætti við að frekari rannsókna væri þörf til að skýra af hverju minni skammtur veiti meiri vörn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?