fbpx
Sunnudagur 13.júní 2021
Pressan

Ný rannsókn – 30.000 hafa smitast af kórónuveirunni á kosningafundum Trump

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. nóvember 2020 07:44

Donald Trump á kosningafundi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar vísindamanna við Stanfordháskólann í Kaliforníu í Bandaríkjunum þá hafa rúmlega 30.000 manns smitast af völdum kórónuveirunnar á og í kjölfar kosningafunda Donald Trump. Líklega hafa að minnsta kosti 700 þeirra látist af völdum veirunnar.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar á föstudaginn. Í henni skoðuðu vísindamennirnir 18 kosningafundi Trump frá júní og fram í september. Niðurstöðurnar sýna að smithlutfallið jókst oft mikið á þeim stöðum þar sem þessir fundir fóru fram en gerði það ekki í bæjum í nágrenninu þar sem Trump hélt ekki kosningafundi. Rétt er að hafa í huga að rannsóknin hefur ekki verið ritrýnd.

Vísindamennirnir notuðu ákveðna reikniaðferð til að reikna út smittíðnina tengda þessum 18 fundum. Tölurnar eru því ekki byggðar á einstökum smitum einstaklinga, sem sóttu kosningafundina, heldur á þróun smita í hverju ríki í allt að tíu vikur eftir þessa fundi.

The New York Times segir að yfirmenn heilbrigðismála í þessum ríkjum hafi lagt áherslu á að ekki sé hægt að rekja hvert einasta smit til þessara funda. Þess er vænst að Repúblikanar muni gagnrýna rannsóknina á þeim grunni að hún hafi ekki verið ritrýnd og því sé ekki hægt að treysta henni. Demókratar munu á hinn bóginn væntanlega segja að Trump hafi stefnt lífi fólks í hættu með kosningafundunum.

Með reikningsaðferðum sínum komust vísindamennirnir að þeirri niðurstöðu að 700 manns, hið minnsta, hefðu látist af völdum smita tengdum þessum kosningafundum. Þeir segja í niðurstöðum sínum að þau samfélög, þar sem Trump hefur haldið kosningafundi, hafi greitt það dýru verði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unnustinn fékk bílinn lánaðan og ók of hratt – Bíllinn gerður upptækur til ríkisins

Unnustinn fékk bílinn lánaðan og ók of hratt – Bíllinn gerður upptækur til ríkisins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myrti eiginkonuna um borð í skemmtiferðaskipi – Farþegarnir héldu að um skemmtiatriði væri að ræða

Myrti eiginkonuna um borð í skemmtiferðaskipi – Farþegarnir héldu að um skemmtiatriði væri að ræða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skar fingur af viðskiptavini í sjoppu og sló afgreiðslumanninn

Skar fingur af viðskiptavini í sjoppu og sló afgreiðslumanninn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný sjúkdómseinkenni tengd Deltaafbrigði kórónuveirunnar – Kolbrandur og heyrnartap

Ný sjúkdómseinkenni tengd Deltaafbrigði kórónuveirunnar – Kolbrandur og heyrnartap
Pressan
Fyrir 4 dögum

Aiden var drepinn fyrir framan móður sína – Nú eru ný tíðindi í málinu

Aiden var drepinn fyrir framan móður sína – Nú eru ný tíðindi í málinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bandarísk yfirvöld léku á tölvuþrjóta og náðu milljónum dollara frá þeim

Bandarísk yfirvöld léku á tölvuþrjóta og náðu milljónum dollara frá þeim