fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Kórónuveiran barst fyrr til Evrópu en áður var talið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. nóvember 2020 17:30

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný rannsókn sýnir að kórónuveiran, sem veldur COVID-19, barst mun fyrr til Evrópu en áður var talið. Rannsóknin leiddi í ljós að veiran var á sveimi á Ítalíu strax í september 2019 en fyrsta smitið á Ítalíu var skráð í bæ nærri Mílanó þann 21. febrúar á þessu ári.

Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar ítölsku krabbameinsstofnunarinnar INT í Mílanó. Þetta þýðir þá að veiran, sem heitir SARS-CoV-2, barst mun fyrr frá Kína en áður var talið. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir að faraldurinn hafi hafist í Wuhan í Kína í desember 2019.

Niðurstöður ítölsku rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu Tumori Journal að sögn TV2. Rannsóknin byggist á rannsóknum á sýnum úr 959 sjálfboðaliðum sem tóku þátt í lungnakrabbameinsrannsókn frá september 2019 til mars 2020. Rannsóknin leiddi í ljós að 11% þátttakendanna höfðu þróað mótefni gegn kórónuveirunni fyrir febrúar.

Greining sem háskólinn í Siena gerði á sýnum leiddi í ljós að fjórir höfðu þróað mótefni gegn veirunni í október 2019 en það þýðir að viðkomandi smituðust í september að sögn Giovanni Apolone, sem vann að rannsókninni.

Í mars sögðu ítalskir vísindamenn að alvarlegum lungnabólgutilfellum og inflúensutilfellum hafi fjölgað mjög í Langbarðalandi á síðasta ársfjórðungi 2019 en það getur bent til að kórónuveiran hafi þá þegar verið komin á kreik þar. Langbarðaland var eitt þeirra svæða á Ítalíu sem fór verst út úr faraldrinum í vor.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“