fbpx
Þriðjudagur 20.október 2020
Pressan

Chris Wallace tjáir sig um kappræður Biden og Trump – „Örvænting“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. október 2020 06:40

Chris Wallace. Mynd: EPA-EFE/OLIVIER DOULIERY / POOL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Chris Wallace var ekki í öfundsverðu hlutverki á þriðjudaginn þegar hann stýrði kappræðum Donald Trump og Joe Biden í beinni sjónvarpsútsendingu. Það er óhætt að segja að honum hafi ekki tekist vel upp því kappræðurnar voru að stórum hluta stjórnlausar og er óhætt að segja að Donald Trump hafi farið sínu fram. Hann greip til dæmis 73 sinnum fram í fyrir Biden og virti allar þær leikreglur, sem fulltrúar frambjóðendanna höfðu samið um, að vettugi.

Persónulegar árásir, frammíköll og annað settu mark sitt á kappræðurnar sem þóttu að margra mati sorglega lélegar og þær verstu í sögunni á milli forsetaframbjóðenda. Wallace reyndi ítrekað að setja ofan í við Trump og ná stjórn á kappræðunum en það tókst ekki vel. Gagnrýni hefur rignt yfir Wallace, sem er enginn nýgræðingur í sjónvarpi, og nú hefur hann tjáð sig um málið.

„Mér þykir miður hvernig þetta endaði í gærkvöldi,“

sagði hann í gær í samtali við New York Times. Hann sagði að kappræðurnar hafi verið „tækifæri sem rann úr höndum okkar á skelfilegan hátt“.

„Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að þetta myndi fara svona af sporinu,“

bætti hann við. Hann viðurkenndi að hafa áttað sig of seint á að Trump ætlaði ekki að virða þær leikreglur sem höfðu verið settar.

Trump og Biden á sviðinu. Mynd: EPA-EFE/JIM LO SCALZO

Í kjölfar kappræðnanna hafa skipuleggjendur þeirra sagt að tilhögun þeirra verði breytt fyrir þær næstu. Ein af hugmyndunum sem nú er unnið með er að stjórnandinn fá vald til að lækka í hljóðnema frambjóðendanna.

„Ég er búinn að lesa nokkrar umsagnir. Ég veit að fólk hugsar með sér að ég hafi ekki brugðist nægilega vel við. Ég held að ég hafi ekki áttað mig á að þetta væri taktík forsetans allan tímann, ekki bara í upphafi. Það er engin leið til að átta sig á því fyrir fram, þetta er fyrst ljóst eftir á,“

sagði Wallace.

Wallace, sem er fréttamaður hjá Fox News, stöðvaði kappræðurnar á einum tímapunkti og sagði að „það væri betra fyrir landið ef báðir frambjóðendur fengju að tala með færri truflunum“. Aðspurður um hvað fór í gegnum huga hans á þessum tímapunkti sagði Wallace:

„Örvænting.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ný rannsókn – Víða hærri dánartíðni í vor en vænta mátti

Ný rannsókn – Víða hærri dánartíðni í vor en vænta mátti
Pressan
Í gær

Vara við hvíthákörlum – Byrjaðir að beita nýjum veiðiaðferðum og eru nær landi

Vara við hvíthákörlum – Byrjaðir að beita nýjum veiðiaðferðum og eru nær landi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norskir lögreglumenn trúðu ekki eigin augum í húsleitinni – Fundu flugskeyti

Norskir lögreglumenn trúðu ekki eigin augum í húsleitinni – Fundu flugskeyti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neydd til að hoppa á trampólíni – Það varð henni að bana

Neydd til að hoppa á trampólíni – Það varð henni að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kórónuveiran getur hugsanlega valdið heyrnarleysi

Kórónuveiran getur hugsanlega valdið heyrnarleysi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar