fbpx
Laugardagur 19.september 2020
Pressan

Tölvuleikjaspilari kom unglingi í 8.000 km fjarlægð til bjargar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. janúar 2020 18:45

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var Aidan Jackson, 17 ára, að spila tölvuleik á netinu á heimili sínu í Widnes í Cheshire í Bretlandi. Á meðan var hann að spjalla við vinkonu sína, hina tvítugu Dia Lethora, sem býr í Texas í Bandaríkjunum en þau þekkjast í gegnum tölvuleikjaspilun.

Í samtali við Sky sagði Aidan að skyndilega hafi honum „liðið furðulega“ og því beindi hann hljóðnemanum að rúminu sínu þar sem hann ætlaði að leggjast út af en þá fékk hann flogakast. Dia áttaði sig á hvað var að gerast og hringdi strax í bresku neyðarlínuna.

„Hæ, ég hringi frá Bandaríkjunum, ég var að spjalla við vin minn á netinu. Hann fékk flog og svarar ekki lengur. Ég er með heimilisfangið hans en hann býr í Widnes í Cheshire. Afsakið, ég er skelf öll.“

Sagði hún þegar svarað var hjá bresku neyðarlínunni.

Lögregla og sjúkralið var strax sent á vettvang en á meðan sátu foreldrar Aidan á neðri hæð heimilisins og vissu ekki hvað var að gerast. Þau vissu ekki að eitthvað var að fyrr en tveimur lögreglubílum var ekið upp að húsinu. Lögreglumennirnir sögðu móður Aidan að tilkynnt hefði verið um einstakling sem hefði fengið flogakast í húsinu en hún svaraði því til að enginn hefði hringt í neyðarlínuna úr húsinu. Þá var henni sagt að hringingin hefði borist frá Bandaríkjunum.

Lögreglumennirnir hlupu síðan upp þar sem þeir fundu Aidan í rúminu sínu. Hann mundi lítið eftir atburðarásinni.

„Það næsta sem ég vissi af mér var að ég vaknaði og lögreglumenn og foreldrar mínir voru í herberginu mínu og sögðu að ég hefði fengið flog.“

Hann sagðist hafa notað spjaldtölvu móður sinnar til að senda Dia að minnsta kosti 10 þakkarskeyti fyrir það sem hún gerði.

Hann hafði einu sinni áður fengið flogakast, í maí á síðasta ári. Hann á nú að fara í frekari rannsóknir vegna þessa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Í gær

Fjögur morð í Danmörku og Svíþjóð á nokkrum klukkustundum

Fjögur morð í Danmörku og Svíþjóð á nokkrum klukkustundum
Pressan
Í gær

Hafa haldið sig frá kosningabaráttu síðustu 175 ár – Blanda sér nú í bandarísku forsetakosningarnar

Hafa haldið sig frá kosningabaráttu síðustu 175 ár – Blanda sér nú í bandarísku forsetakosningarnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Goðsögnin um víkinga er ekki rétt – Voru ekki norrænir í útliti

Goðsögnin um víkinga er ekki rétt – Voru ekki norrænir í útliti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump fer gegn orðum eigin sérfræðings – „Hann var ringlaður“

Trump fer gegn orðum eigin sérfræðings – „Hann var ringlaður“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega tveir þriðju hlutar ungra fullorðinna Bandaríkjamanna vita ekki sannleikann um Helförina

Tæplega tveir þriðju hlutar ungra fullorðinna Bandaríkjamanna vita ekki sannleikann um Helförina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrottalegt morðmál skekur Bretland – Örsmár hluti úr líkinu varð morðingjanum að falli

Hrottalegt morðmál skekur Bretland – Örsmár hluti úr líkinu varð morðingjanum að falli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Undarleg hegðun háhyrninga við strendur Portúgals og Spánar

Undarleg hegðun háhyrninga við strendur Portúgals og Spánar