fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
Pressan

Smita sjálfboðaliða viljandi af kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. september 2020 18:00

Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskir sjálfboðaliðar verða vísvitandi sýktir af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, í tengslum við rannsókn á hvort aukaverkanir fylgi bóluefni gegn henni. Þátttakendurnir verða fyrst sprautaðir með bóluefni og um mánuði síðar verða þeir sýktir af Sars-Cov-2 veirunni sem er kórónuveiran sem herjar á heimsbyggðina þessi misserin.

Sky skýrir frá þessu. Tilraunin hefst í janúar en það eru bresk yfirvöld sem fjármagna hana. Hún mun fara fram á öruggum stað í Whitechapel í austurhluta Lundúna. Tilraunir af þessu tagi eru mjög umdeildar en talin er þörf á að gera þessa tilraun vegna alvarleika heimsfaraldursins og mikilvægi þess að virkt bóluefni verði tilbúið sem fyrst.

Ungt fólk á á hættu að verða alvarlega veikt ef það smitast af kórónuveirunni en það verður ungt fólk sem tekur þátt í tilrauninni. Sumir læknar telja þessa tilraunaaðferð brjóta gegn siðferði í læknavísindum. Ekki er hægt að útiloka að þátttakendurnir muni glíma við langvarandi afleiðingar af smiti.

En þar sem mikið liggur við að koma virku bóluefni í umferð sem fyrst þykir tilraunin nauðsynleg til að sjá hvort bóluefni komi í veg fyrir að fólk smitist eða hvort það virki aðeins að hluta.

Tilraunaaðferðin er ekki óþekkt og er notuð víða um heim við þróun bóluefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Aðventuljósin vekja mikla athygli – „Allir með standpínu fyrir framan Jesú“

Aðventuljósin vekja mikla athygli – „Allir með standpínu fyrir framan Jesú“
Pressan
Í gær

Fauci talar gegn Trump – Segir bólusetningu taka marga mánuði

Fauci talar gegn Trump – Segir bólusetningu taka marga mánuði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Handtekin á ferðamannastað sem er Íslendingum kær – Sögð hafa reynt að skera kynfæri af fyrrverandi kærasta

Handtekin á ferðamannastað sem er Íslendingum kær – Sögð hafa reynt að skera kynfæri af fyrrverandi kærasta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það eru fleiri en Trump og Biden í framboði í bandarísku forsetakosningunum

Það eru fleiri en Trump og Biden í framboði í bandarísku forsetakosningunum