fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Trump setur þrjár stórborgir á lista yfir svæði stjórnleysingja

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. september 2020 06:50

New York borg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fréttatilkynningu frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu segir að þrjár stórborgir hafi verið skilgreindar sem „svæði stjórnleysingja“. Þar virðast „ofbeldi og skemmdarverk á eigum fólks vera leyfð,“ segir í tilkynningunni.

Þessar borgir eru New York, Portland og Seattle. Þær fara á listann fyrir að hafa „látið ofbeldi og skemmdarverk á fasteignum halda áfram og hafa neitað að gera nauðsynlegar ráðstafanir til vinna gegn afbrotum“, segir einnig í tilkynningunni.

„Þegar yfirvöld í ríkjum og staðaryfirvöld koma í veg fyrir að réttarvörsluaðilar og stofnanir sinni störfum sínum þá ógnar það saklausum borgurum sem eiga rétt á vernd og það ógnar einnig þeim sem reyna að mótmæla á friðsaman hátt,“

sagði William P. Barr dómsmálaráðherra um listann sem var gefinn út að ósk Donald Trump sem bað ráðuneytið um að nefna allar þær borgir sem virðast „leyfa stjórnleysi, ofbeldi og eyðileggingar“.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að þetta sé liður í áætlun Trump um að reyna að gera lög og reglu að helsta kosningamálinu. Einnig mun þetta auðvelda alríkisstjórninni að svipta borgirnar fjárframlögum ef þær ná ekki stjórn á mótmælendum.

Í borgunum þremur hefur ekki tekist að stöðva mótmæli og kynþáttaóeirðir sem blossuðu upp eftir dráp lögreglunnar á George Floyd í byrjun sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?