fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Dularfullu morðin í Ölpunum 2012 – Hver myrti fjölskylduna?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. september 2020 23:00

Morðvettvangurinn. Mynd: EPA/Norbert FALCO/LE DAUPHINE FRANCE OUT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 8. september 2012 voru Saad al Hilli, 50 ára, Iqbal al Hilli 47 ára, og móðir hennar Shuhaila al Allaf 74 ára, skotin til bana á fjallvegi nærri bænum Annecy í Frakklandi. Morðinginn var einn á ferð og skaut 25 skotum á bíl þeirra. Dætur al Hilli-hjónanna lifðu árásina af. Zainab al Hilli var sjö ára og Zeena systir hennar fjögurra ára. Auk foreldra þeirra og ömmu skaut morðinginn hjólreiðamann til bana. Morðin eru enn óupplýst og nú ætlar lögreglan að yfirheyra systurnar á nýjan leik.

Systrunum var komið fyrir í fóstri hjá ættingjum en þær, eins og foreldrar þeirra og amma, bjuggu í Bretlandi en voru í fríi í Frakklandi. Fjölskyldan er af íröskum uppruna. Sky skýrir frá þessu. Haft er eftir saksóknara í Annecy að bresk yfirvöld hafi veitt heimild til að systurnar verði yfirheyrðar á nýjan leik.

„Eldri dóttirin var yfirheyrð þegar hún var útskrifuð af sjúkrahúsi í Grenoble eftir morðin og hún skýrði frá atriðum sem eru í málsskjölunum,“

sagði saksóknarinn.

Bíll fjölskyldunnar fluttur á brott. Mynd: EPA/SALVATORE DI NOLFI

Zainab fékk skot í öxl og var laminn í höfuðið. Hún fannst á ráfi á veginum nærri morðvettvanginum. Zeena fannst í felum undir fótum látinnar móður sinnar í aftursæti bifreiðarinnar.

Saksóknarinn sagðist vonast til að systurnar geti skýrt frá einhverju nýju varðandi morðin, einhverju sem muni jafnvel verða til að rannsókn verði hafin á nýjan leik.

Fjölskyldan var í tjaldútilegu og var BMW bifreið þeirra lagt í útskoti við veginn þegar árásin var gerð. Meðal þeirra kenninga sem voru settar fram var að hjónin hefðu verið myrt vegna starfa al Hilli en hann var verkfræðingur. Önnur snerist um deilur um erfðamál í fjölskyldunni. En líklegast var talið að fjölskyldan hefði fyrir tilviljun lent í miðju uppgjöri einhverra sem búa á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Pressan
Í gær

Microsoft segir að gervigreind sé betri en læknar við að greina flókinn heilsufarsvanda

Microsoft segir að gervigreind sé betri en læknar við að greina flókinn heilsufarsvanda
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég ætla ekki að deyja hér“: Missti útlimi í skelfilegu slysi í túbunni í London – Sögð hafa valdið slysinu með eigin gáleysi

„Ég ætla ekki að deyja hér“: Missti útlimi í skelfilegu slysi í túbunni í London – Sögð hafa valdið slysinu með eigin gáleysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann