fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
Pressan

Ólögleg samkvæmi skipulögð víða í Evrópu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. september 2020 20:15

Breskir lögreglumenn að störfum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn stöðvaði Lundúnalögreglan ólöglegt ravesamkvæmi í skógi utan við borgina. Þar voru um 500 manns samankomnir. Þetta er ekkert einsdæmi því í mörgum Evrópulöndum eru samkvæmi af þessu tagi nú haldin hér og þar þar sem næturklúbbar og skemmtistaðir eru víða lokaðir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Þessu bregst fólk við með því að boða til ólöglegra samkvæma. Víða eru þessi samkvæmi nefnd covid-rave og eru yfirleitt auglýst í lokuðum hópum á samfélagsmiðlum. Ekki er upplýst um staðsetningu fyrr en rétt áður en samkvæmið á að hefjast.

Í París byrjuðu samkvæmi af þessu tagi að skjóta upp kollinum þegar skemmtistöðum var lokað í mars. Samkvæmin eru haldin í almenningsgörðum, í yfirgefnum verksmiðjum og lagerbyggingum. Frönsk yfirvöld leita nú leiða til að leysa málið þannig að þau hafi yfirsýn yfir hvað er að gerast hverju sinni. Þau vilja ekki senda lögregluna til að stöðva þessi samkvæmi heldur finna leiðir til að gera þau lögleg. En enn hefur engin lausn fundist og margoft hefur komið til átaka á milli lögreglu og samkvæmisgesta. Lögreglan hefur stöðvað samkvæmi, með allt að 6.000 gestum, á ströndum landsins.

The Telegraph segir að Lundúnalögreglan hafi stöðvað rúmlega 1.000 ólögleg samkvæmi síðan í lok júní. Ríkisstjórnin hefur nú  heimilað lögreglunni að sekta þá sem skipuleggja svona samkvæmi og/eða sækja þau um háar upphæðir. Getur sektin numið allt að 10.000 pundum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fauci talar gegn Trump – Segir bólusetningu taka marga mánuði

Fauci talar gegn Trump – Segir bólusetningu taka marga mánuði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævintýrið er á enda eftir aðeins sex mánuði – Efnisveitan gafst upp

Ævintýrið er á enda eftir aðeins sex mánuði – Efnisveitan gafst upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það eru fleiri en Trump og Biden í framboði í bandarísku forsetakosningunum

Það eru fleiri en Trump og Biden í framboði í bandarísku forsetakosningunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Há dánartíðni í Bandaríkjunum – Tæplega 300.000 fleiri en vænta mátti

Há dánartíðni í Bandaríkjunum – Tæplega 300.000 fleiri en vænta mátti