fbpx
Þriðjudagur 09.ágúst 2022
Pressan

Leit að tveggja ára barni leiddi lögregluna að húsi með 23 börnum sem hafði verið rænt

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. júlí 2020 05:40

Lögreglumenn að störfum í Mexíkó.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leit mexíkósku lögreglunnar að tveggja og hálfs árs gömlum dreng, sem hvarf frá markaði í suðurhluta Mexíkó fyrir þremur vikum, leiddi lögregluna að húsi í bænum San Cristobal. Þar fundu lögreglumenn 23 börn sem var haldið þar föngnum og neydd til að selja skartgripi á götum bæjarins.

Þrjú barnanna voru á aldrinum 3 til 20 mánaða. Saksóknarar segja að flest barnanna séu á aldrinum 3 til 15 ára.

Börnin voru send út til að selja skartgripi og máttu ekki snúa aftur fyrr en þau höfðu selt fyrir ákveðið lágmark ef þau vildu fá eitthvað að borða.  Mörg barnanna báru þess merki að vera vannærð og þau sögðust hafa verið beitt ofbeldi ef þau hlýddu ekki.

Þrjár konur voru handteknar vegna málsins og eiga ákærur fyrir mannrán og nauðungarvinnu yfir höfði sér.

Drengurinn sem leitin beindist að í upphafi er enn ófundinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vopnahlé náðist eftir þrjá daga af banvænum árásum í Palestínu

Vopnahlé náðist eftir þrjá daga af banvænum árásum í Palestínu
Pressan
Í gær

80.000 ferðamenn eru fastir á hinu kínverska Hawaii vegna COVID-19 – Þarf fimm neikvæð sýni til að fá að yfirgefa staðinn

80.000 ferðamenn eru fastir á hinu kínverska Hawaii vegna COVID-19 – Þarf fimm neikvæð sýni til að fá að yfirgefa staðinn
Pressan
Í gær

Lögreglan rannsakar mál áhrifavalds sem borðaði hvíthákarl

Lögreglan rannsakar mál áhrifavalds sem borðaði hvíthákarl
Pressan
Í gær

Hættan á útrýmingu mannkyns vegna loftslagsbreytinga er „hættulega vanmetin“

Hættan á útrýmingu mannkyns vegna loftslagsbreytinga er „hættulega vanmetin“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi mistök gerir þú hugsanlega inni á baðherbergi

Þessi mistök gerir þú hugsanlega inni á baðherbergi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir Gabby Petito segir dagbókarjátningu morðingjans fáránlega – „Við vitum hvernig hún dó“

Móðir Gabby Petito segir dagbókarjátningu morðingjans fáránlega – „Við vitum hvernig hún dó“