fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020
Pressan

Ungir Bandaríkjamenn stunda minna kynlíf en nokkru sinni áður

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. júní 2020 05:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungir Bandaríkjamenn stunda minna kynlíf en nokkru sinni áður og þeir geta ekki kennt heimsfaraldri kórónuveiru um. Frá 2000 til 2018 fjölgaði þeim ungu Bandaríkjamönnum sem ekki stunduðu kynlíf. Vísindamenn telja hugsanlegt að skýringuna sé að finna í því að sífellt fleiri seinki því að verða fullorðnir og að notkun Internetsins og miðla á netinu eigi einnig sinn þátt í þessu.

Það voru vísindamenn við San Diego háskólann sem fóru yfir gögn frá fullorðnum Bandaríkjamönnum um kynlífsiðkun þeirra. CNN skýrir frá þessu.

Þeir greindu gögn sem sýna hversu oft fólk stundar kynlíf og hversu marga rekkjunauta það hefur átt. Unnið var úr svörum rúmlega 4.000 karlmanna og rúmlega 5.000 kvenna.

Atvinnulausir karlar, karlar í hlutastarfi eða með lágar tekjur  voru líklegri til að vera óvirkir kynferðislega. Á árunum 2000 til 2002 var hlutfall karla á aldrinum 18 til 24 ára sem ekki stunduðu kynlíf 18,9%. Á árunum 2016 til 2018 var hlutfallið komið í 30,9%.

Konur á aldrinum 25 til 34 stunduðu einnig minna kynlíf segja vísindamennirnir en rannsókn þeirra var birt í síðustu viku í læknaritinu JAMA Network Open.

Vísindamennirnir segja að svo virðist sem ungt fólki seinki því eiginlega að verða fullorðið. Því stundi það minna kynlíf sem og annað sem tilheyrir lífi fullorðinna. Þar nefna þeir meðal annars til sögunnar stefnumót, sambúð og barneignir. Þetta segja þeir vera hluta af menningarlegri þróun í þá átt að seinka því að verða fullorðinn. Fólk búi lengur heima og því sé erfiðara að stunda stefnumót og kynlíf og fólk sé ekki fjárhagslega sjálfstætt.

Vísindamennirnir benda á að þetta fyrirbæri, sem þeir kalla „að fullorðnast hægt“ skýri ekki hvers vegna hafi dregið úr kynlífsiðkun eldra fólks og þeirra sem eru giftir. Þeir telja að þar komi Internetið og þeir miðlar sem eru í boði á því við sögu.

„Í einföldu máli sagt þá eru nú miklu fleiri möguleikar en áður á hvað er hægt að gera seint á kvöldin og færri tækifæri til að koma kynlífi af stað ef báðir aðilar eru uppteknir á samfélagsmiðlum, tölvuleikjum eða í hámhorfi.“

Er haft eftir talsmanni vísindamannanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Í gær

Ein undarlegasta flugferðin sem farin hefur verið að undanförnu

Ein undarlegasta flugferðin sem farin hefur verið að undanförnu
Pressan
Í gær

Ótrúleg uppgötvun – „Þau fullkomnustu sem ég hef séð á ferlinum“

Ótrúleg uppgötvun – „Þau fullkomnustu sem ég hef séð á ferlinum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrstu kórónuveirusmitin á Nýja-Sjálandi eftir 102 smitlausa daga

Fyrstu kórónuveirusmitin á Nýja-Sjálandi eftir 102 smitlausa daga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óttast að risahátíðin verði smitsprengja

Óttast að risahátíðin verði smitsprengja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lítill drengur fannst berfættur á götu úti – Óttast að móðurinni hafi verið rænt

Lítill drengur fannst berfættur á götu úti – Óttast að móðurinni hafi verið rænt
Pressan
Fyrir 3 dögum

97.000 börn smituðust af kórónuveirunni á tveimur vikum í Bandaríkjunum

97.000 börn smituðust af kórónuveirunni á tveimur vikum í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Aðeins helmingur Breta vill láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni

Aðeins helmingur Breta vill láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump segir það góða hugmynd að andliti hans verði bætt við Mount Rushmore

Trump segir það góða hugmynd að andliti hans verði bætt við Mount Rushmore