fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Fjórir lifðu mánaðarhrakningar í kanó á opnu hafi af – Átta létust

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 16. febrúar 2020 19:00

Frá Kyrrahafinu. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í 32 daga rak kanó um Kyrrahafið. Tólf voru um borð. Fjórir lifðu hrakningarnar af en átta létust, þar á meðal kornabarn. Fólkið sigldi frá Bougainville á Papúa Nýju-Gíneu þann 22. desember og var förinni heitið til eyjaþyrpingar í um 100 km fjarlægð. En siglingin gekk ekki sem skildi og kanóinn bar af leið.

Eftir 32 daga var þeim fjórum sem lifðu hrakningarnar af bjargað í land á Salómoneyjum. Fólkið hafði dregið fram lífið á kókoshnetum og regnvatni. The Guardian skýrir frá þessu.

Þau sem lifðu af voru kona og 12 ára dóttir hennar, karlmaður um tvítugt og eldri maður, Dominic Stally. Solomon Star News hefur eftir honum enn sé mjög erfitt að tala um hrakningar og muna hvað gerðist.

Fólkið ætlaði að sigla 100 km til að hitta ættingja sína og fagna jólunum með þeim. En fólkið hraktist um 2.000 km leið áður en því var bjargað. Bátnum hvolfdi eftir að lagt var af stað og hurfu nokkrir í hafið við það. Eftir að fólkinu tókst að koma honum aftur á réttan kjöl var hann kominn af leið og tókst ekki að koma honum aftur á rétta leið. Bátinn rak því til suðurs. Regnvatn og kókoshnetur dugðu ekki til að halda öllum á lífi og fólk lést því af vökvaskorti.

„Par lést og eftir var kornabarnið þeirra. Ég hélt á barninu en það dó síðan.“

Sagði Stally.

Fólkinu var síðan bjargað um borð í fiskibát þann 23. janúar en þá hafði kanóinn rekið um 2.000 km af leið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun