fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Þrettán ára piltur aðstoðaði lögreglu við að leysa mannshvarf frá 1992

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 9. september 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðstandendur kanadískrar konu sem hvarf sporlaust árið 1992 vita loks hvað gerðist, þökk sé hinum þrettán ára Max Werenka og GoPro-myndavélinni hans.

Max þessi var staddur fyrir skemmstu á sumarleyfisstað fjölskyldu sinnar við Griffin-vatn, um 250 kílómetra vestur af borginni Calgary, þegar hann sá glitta í eitthvað undir yfirborði vatnsins. Vatnið er skammt frá nokkuð fjölförnum þjóðvegi sem liggur í raun þvert í gegnum Kanada. Svo virtist vera sem bifreið væri ofan í vatninu.

Max og foreldrar hans höfðu samband við lögreglumenn sem komu á vettvang en sjálfur kafaði Max í vatnið með GoPro-myndavélina sína þar sem grunurinn um að þarna væri bifreið fékkst staðfestur. Það tók nokkra stund að ná bílnum á þurrt en fljótlega eftir að aðgerðir til að ná bílnum upp hófust kom í ljós að í ökumannssæti bifreiðarinnar voru líkamsleifar.

Líkamsleifarnar voru af hinni 69 ára gömlu Nancy Farris sem hvarf árið 1992. Hún var á leið í brúðkaup í Alberta þegar hún hvarf fyrir 27 árum. Svo virðist vera sem hún hafi einfaldlega misst stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún endaði ofan í vatninu.

Gerð var umfangsmikil leit að Nancy á sínum tíma sem skilaði engum árangri. „Það versta var að vita ekki neitt. Þetta er ákveðinn léttur þó þetta sé erfitt,“ segir George Farris, 62 ára sonur Nancy, við kanadíska fjölmiðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést