fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Banani seldist á 15 milljónir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. desember 2019 07:00

Listaverkið dýra. Mynd:Twitter/Artnet

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ávaxtalistaverk eftir Maurizio Cattelan seldist á sem svarar til 15 milljóna íslenskra króna á listasýningu í Miami í vikunni. Listaverkið er frekar einfalt í sjálfu sér, banani sem er límdur með límbandi á vegg.

CNN segir að Cattelan sýni nú verk sín á alþjóðalistasýningunni Art Basel í Miami.

Í raun er um þrjár útgáfur af listaverkinu „Comedian“ að ræða og hér er ekki um brandara að ræða að sögn Emmanuel Perrotti, listaverkasala.

Ónefnd frönsk kona keypti fyrsta bananann á 120.000 dollara en það svarar til um 15 milljóna íslenskra króna. Því næst var annar banani límdur á vegginn og seldist hann einnig á sama verði. Þriðji bananinn er nú á veggnum og er falur fyrir 150.000 dollara sem svarar til um 18 milljóna íslenskra króna.

Perrotti segir að bananinn sé „tákn um alþjóðaviðskipti og sé tvíræður en um leið klassísk uppspretta húmors“.

Cattelan hafði áður spreytt sig á að hjúpa banana með bronsi en dag einn sló þeirri hugsun niður í huga hans að „stundum sé banani bara banani“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim