fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Þess vegna brosir Melania svona sjaldan

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. desember 2019 07:00

Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fjölskyldumyndum brosir fólk oft breitt, kannski oft uppgerðarbros en samt sem áður bros. En það er ekki þannig hjá Melaniu Trump forsetafrú Bandaríkjanna. Hún brosir eiginlega bara ekki þegar hún er mynduð.

Margar myndir eru teknar af henni við hlið eiginmannsins, Donald Trump, en á þeim er augnaráð hennar yfirleitt fjarrænt og ískalt. Í nýrri bók eftir Kate Bennett um Melanie, „Free Melania“, kemur fram skýring frá Melaniu sjálfri.

„Ég geri mér ekkert upp. Ég er ekki sú manngerð sem brosir eða þykist brosa bara af því að það er myndavél nálægt.“

Í bókinni skyggnist Bennett bakvið yfirborð Melaniu. í starfi sínu sem fréttamaður hjá CNN fylgdist hún árum saman með Trump og forsetaframboði hans. Hún ferðaðist með forsetahjónunum og ræddi mikið við forsetann og Melaniu. Þegar hún vann að bókinni fór hún meðal annars til Sevnica í Slóveníu, sem er heimabær Melaniu. Þar fann hún ástæðuna fyrir svolítið „frosinni“ framkomu Melaniu.

„Melania ólst upp þegar kommúnistar voru við völd. Í fyrrum Júgóslavíu og núverandi Slóveníu græddi fólk ekkert á því að brosa að ástæðulausu. Þetta er mjög hreint samfélag þar sem yfirvöld hvetja fólk til að bera virðingu fyrir öllu, vera auðmjúkt og beygja höfuðið.“

Skrifar Bennett.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim