fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Missti andlitið þegar hann sá hvað leyndist inni í veggnum

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 12. desember 2019 11:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Garðyrkjumaður sem starfar á Ricci Oddi-nútímalistasafninu í Piacenza á Ítalíu trúði vart sínum eigin augum þegar hann var að hreinsa bergfléttu af húsvegg við listasafnið á dögunum.

Maðurinn rak augun í stálklæðningu á veggnum sem lét svo sem ekki mikið yfir sér. En þegar hann opnaði klæðninguna sá hann poka í litlu rými inni í veggnum. Þegar pokinn var opnaður kom í ljós málverk sem talið er að hafi horfið á dularfullan hátt fyrir 23 árum – málverk sem er frekar dýrmætt.

Verkið sem um ræðir, Portrait of a Lady, er eftir austurríska listamanninn Gustav Klimt. Klimt fæddist árið 1862 og lést árið 1918 og er í hópi þekktustu listmálara Austurríkis þótt víðar væri leitað. Um er að ræða afar verðmætt listaverk en það er metið á rúma átta milljarða króna.

Verkið hvarf á dularfullan hátt árið 1997, eða um það leyti sem endurbætur stóðu yfir á listasafninu í Piacenza. Lögregla telur að þjófar hafi tekið verkið og komið því fyrir inni í veggnum. Er talið líklegt að þeir hafi ætlað að ná í verkið þegar fjölmiðlaumfjöllun um málið myndi minnka.

Rannsókn á verkinu stendur nú yfir og miðar hún meðal annars að því að sannreyna hvort um sama verk sé að ræða og hvarf eða hvort um endurgerð sé að ræða. Massimo Ferrari, stjórnandi safnsins, er sannfærður um að hið eina sanna verk sé loksins fundið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést