Laugardagur 22.febrúar 2020
Pressan

Kynntist morðingja sínum á Tinder: Hvarf á afmælisdaginn sinn

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grace Millane, 22 ára bresk stúlka, sem hvarf sporlaust í Nýja-Sjálandi á ferðalagi sínu um heiminn, kynntist manninum sem drap hana á stefnumótaforritinu Tinder.

Lík Grace fannst viku eftir að tilkynnt var um hvarf hennar í Auckland í Nýja-Sjálandi þann 2. desember í fyrra. Síðast var vitað um ferðir hennar aðfaranótt 2. desember en þann dag átti hún einmitt að fagna 22 ára afmæli sínu. Málið er nú fyrir dómi á Nýja-Sjálandi en á sakabekk situr 27 ára karlmaður sem ekki er nafngreindur af lagalegum ástæðum, að sögn breskra fjölmiðla.

Tók myndir af líkinu

Fyrir dómi kom fram að Grace hafi verið á bakpokaferðalagi um heiminn þegar hún komst í kynni við manninn á stefnumótaforritinu Tinder. Svo virðist sem þau hafi mælt sér mót á heimili mannsins á hóteli í Auckland þar sem morðið var framið. Maðurinn hefur neitað að hafa orðið Grace að bana en játar að hún hafi látist í íbúð hans. Segir verjandi hans að um slys hafi verið að ræða, þau hafi stundað kynlíf og Grace beðið hann um að þrengja að öndunarvegi hennar. Hann hafi haldið of lengi með fyrrgreindum afleiðingum.

Saksóknarar segja þessar skýringar langsóttar og ótrúverðugar. Hann hafi kyrkt hana, geymt líkið í íbúð sinni meðan hann kannaði hvernig best væri að losa sig við það. Þá hafi rannsókn á tölvu mannsins leitt í ljós að hann horfði á klámfengið efni eftir morðið og þá er hann sagður hafa tekið myndir af líkinu. Hann er sagður hafa losað sig við líkið með því að koma því fyrir ofan í tösku sem hann gróf í skóglendi skammt frá heimili sínu.

Beint á Tinder eftir morðið

Saksóknarar hafa reynt að varpa ljósi á sjúkan hug mannsins sem grunaður er um morðið. Þannig hafi gögn frá Tinder sýnt að sama morgun og Grace lést hafi hann verið kominn aftur á Tinder og í samskipti við konur sem hann vildi hitta. Síðar þennan sama dag hafi hann hitt konu og sagt henni sögu af manni sem hann kannaðist við sem var fangelsaður vegna andláts konu. Þau hafi stundað kynlíf sem fór úr böndunum með þeim afleiðingum að konan lést.

Grace hafði verið á Nýja-Sjálandi í nokkrar vikur þegar hún lést, en hún hugðist ferðast um heiminn eftir að hafa útskrifast úr háskóla. Málið er nú fyrir dómi en gert er ráð fyrir að réttarhöldin taki fimm vikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Harmleikurinn í Ástralíu: „Skrímsli“ sem hugsaði ekki um neitt nema sjálfan sig

Harmleikurinn í Ástralíu: „Skrímsli“ sem hugsaði ekki um neitt nema sjálfan sig
Pressan
Í gær

Þekktur rappari skotinn til bana: Kom Facebook-færslan upp um hann?

Þekktur rappari skotinn til bana: Kom Facebook-færslan upp um hann?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð fyrir að bursta ekki tennur sonar síns

Móðir ákærð fyrir að bursta ekki tennur sonar síns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bráðnun Grænlandsjökuls á að afla Grænlendingum fjár

Bráðnun Grænlandsjökuls á að afla Grænlendingum fjár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Umfangsmesta leit sögunnar að fljúgandi furðuhlutum og vitsmunaverum í geimnum

Umfangsmesta leit sögunnar að fljúgandi furðuhlutum og vitsmunaverum í geimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir fóstureyðingu vera verri en barnaníð – „Barnaníð drepur engan en þetta gerir það“

Segir fóstureyðingu vera verri en barnaníð – „Barnaníð drepur engan en þetta gerir það“