Miðvikudagur 20.nóvember 2019
Pressan

Einar lagði aleiguna undir og tapaði henni allri

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 06:02

Ein af fáum opinberum myndum sem er til af Einari. Mynd:Agder Energi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norski milljarðamæringurinn, nú fyrrverandi, Einar Aas tók mikla áhættu fyrir tveimur árum. Hann átti þá rúmlega tvo milljarða norskra króna en hann hafði auðgast á að stunda spákaupmennsku í tengslum við verðþróun á raforku. Óhætt er að segja að honum hafi gengið vel í því eins og hinn miklu auður gefur til kynna.

En fljótt skipast veður í lofti. Hann tapaði 400 milljörðum norskra króna 2017 á spákaupmennsku sinni og þá greip hann til þess ráðs að leggja aleiguna undir um að verðmunur á rafmagni í Þýskalandi og Skandinavíu myndi minnka 2019.

Á síðasta ári stóð auður hans í 1.642.860.442 norskum krónum samkvæmt skattframtali hans. Í nýútkomnu skattayfirliti norska skattsins er auður Einar skráður 0 krónur. TV2 skýrir frá þessu.

Einar segir sjálfur að hann hafi tapað aleigunni þann 13. september 2018 og hafi í kjölfarið neyðst til að lýsa sig gjaldþrota.

Hann hefði hugsanlega getað sloppið við gjaldþrot ef hann hefði haft annað fyrirkomulag á fjármálum sínum. Hann stundaði nefnilega spákaupmennskuna eins og um hans persónulegu fjármál væri að ræða í stað þess að vera með eignarhaldsfélag utan um hana. Ef eignarhaldsfélagið hefði orðið gjaldþrota hefði Einar sloppið við persónulegt gjaldþrot en það gerði hann sem sagt ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Bestu háskólar heims slást um níu ára dreng – Vilja að hann taki doktorsgráðu hjá þeim

Bestu háskólar heims slást um níu ára dreng – Vilja að hann taki doktorsgráðu hjá þeim
Pressan
Í gær

1.600 skammbyssur norska hersins eru týndar

1.600 skammbyssur norska hersins eru týndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Forfeður okkar gengu uppréttir miklu fyrr en áður var talið

Forfeður okkar gengu uppréttir miklu fyrr en áður var talið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hræðileg framtíðarsýn – Afleiðingarnar verða skelfilegar

Hræðileg framtíðarsýn – Afleiðingarnar verða skelfilegar