fbpx
Mánudagur 01.júní 2020
Pressan

Bóndi dæmdur í tveggja ára fangelsi – Var með 22.000 hampplöntur á landareign sinni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. nóvember 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var Henrik Kristensen dæmdur í tveggja ára fangelsi af Vestri-Landsrétti í Danmörku. Hann var sakfelldur fyrir að hafa ræktað 22.000 hampplöntur á ökrum sínum í Frøstrup í Thy og að hafa ætlað að framleiða marijúana.

TV2 skýrir frá þessu. Hann hafði gert sitt besta til að leyna ræktuninni því hann hafði plantað maís allt í kringum hampinn. En eitthvað virðist hann hafa misreiknað sig því hampplönturnar spruttu svo vel að þær urðu fljótt hærri en maísinn og það vakti athygli lögreglunnar.

Í undirrétti var Kristensen dæmdur í eins árs fangelsi en hann áfrýjaði dómnum til Landsréttar sem tvöfaldaði refsinguna.

Kristensen lýsti sig saklausan á báðum dómsstigum og sagðist hafa leigt akurinn út til manns sem hann þekki ekki. Þessu trúðu dómarar ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 4 dögum

Sá allt – Jordan hafði í hótunum við hann

Sá allt – Jordan hafði í hótunum við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Einn frægasti krókódíll heims er dauður

Einn frægasti krókódíll heims er dauður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dregur Bill Clinton inn í mál Jeffrey Epstein

Dregur Bill Clinton inn í mál Jeffrey Epstein
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leðurblökukonan segir að COVID-19 sé bara toppurinn á ísjakanum

Leðurblökukonan segir að COVID-19 sé bara toppurinn á ísjakanum
Fyrir 5 dögum

Gaman að veiða á Vatnasvæði Lýsu

Gaman að veiða á Vatnasvæði Lýsu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lufthansa fær 9 milljarða evra frá þýska ríkinu

Lufthansa fær 9 milljarða evra frá þýska ríkinu