fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Ferðin í sólbaðsstofuna breyttist í algjöra martröð – Maja lokaðist inni í ljósabekk í 10 klukkustundir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 06:00

Ljósabekkur í notkun. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Maja Grønlund, 32 ára, fór í sólbaðsstofuna ClubTan í Ringsted í Danmörk í apríl átti hún ekki von á öðru en að liggja í ljósabekk í smá stund og fara heim. En heimsóknin breyttist í algjöra martröð því hún festist í ljósabekknum og lá í honum í 10 klukkustundir.

Lokið á bekknum læstist fast og gat Maja ekki á nokkurn hátt losað það og var því föst í bekknum. Þar lá hún grátandi og öskrandi og gat ekkert gert sér til bjargar. Farsímann hafði hún eðlilega ekki tekið með sér þegar hún lagðist í bekkinn og gat því ekki hringt eftir aðstoð.

Í samtali við Ekstra Bladet sagðist hún hafa farið í bekkinn rétt fyrir klukkan 22. Þegar hún hafði legið í bekknum í um 10 mínútur hafi hún heyrt háan hvell og hafi þá uppgötvað að lokið var fast. Hún hafði greitt fyrir 17 mínútna sólartíma og eftir þær mínútur slokknaði á bekknum. Um miðnætti slokknuðu svo öll ljós í sólstofunni.

Eftir því sem mínúturnar liðu varð Maja ljóst að enginn myndi koma henni til bjargar.

„Mér fannst eins og ég væri grafin lifandi.“

Unnusti hennar fór að hafa áhyggjur af henni og hringdi í hana en hún svaraði auðvitað ekki. Hann hringdi því í eiganda sólstofunnar sem sagði honum að Maja hefði líklegast bara sofnað en hún gæti alltaf komist út þótt dyrnar væru læstar. Sama skýring fékkst hjá lögreglunni.

Um morguninn hringdi unnustinn aftur í eigandann sem sagði honum að þrifatæknir, sem býr nærri stofunni, myndi koma með lykla og opna fyrir honum. Þegar unnustinn kom á staðinn var þrifatæknirinn ekki kominn en útidyrnar höfðu sjálfkrafa farið úr lás á ákveðnum tíma. Hann fór inn og heyrði Maja öskra. Hann komst þó ekki inn til hennar því það var læst þangað inn, hann náði því í skóflu í bílinn sinn og braut gler til að komast inn til hennar. Lokið var svo fast að hann gat rétt svo lyft því nokkra sentimetra en það dugði Maja til að skríða út úr bekknum.

Hún hefur glímt við töluverð eftirköst af þessu og hefur meðal annars þurft að fá aðstoð sálfræðings.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést