Mánudagur 09.desember 2019
Pressan

Hvarf sporlaust þegar hún var að viðra hundinn – 29 árum síðar greip vinnufélagi til sinna ráða

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. nóvember 2019 06:00

Amanda Mandy Stavik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1989 fór Amanda Mandy Stavik 18 ára, út að viðra fjölskylduhundinn. Hún fór sömu leið og hún var vön að fara en hana hafði hún farið mörg hundruð sinnum. En að þessu sinni kom hún ekki heim en hundurinn skilaði sér heim nokkrum klukkustundum síðar. Þremur dögum síðar fannst lík hennar, aðeins íklætt sokkum og skóm. Þar með hófst rannsókn sem lauk ekki fyrr en 29 árum síðar.

Þetta gerðist í Whatcom í Washington í Bandaríkjunum.  Lögreglan hóf þegar rannsókn á málinu en komst ekkert áleiðis við rannsókn þess fyrr en 29 árum síðar. Á þessum árum voru mörg hundruð manns yfirheyrðir og íbúar í bænum voru beðnir um aðstoð. Tekið var við fjölda ábendinga, þeim fylgt eftir og rætt við mikinn fjölda fólks. Einnig var öllum sönnunargögnum safnað saman og þau geymd, þar á meðal lífsýni en tæknin til rannsóknar á þeim var mun verri 1989 en nú er og því gat lögreglan lítið unnið með þau en geymdi þau í von um að tækninni myndi fleygja fram með árunum.

Einn þeirra sem lögreglan grunaði um að eiga hlut að máli heitir Timothy Forrest Bass sem var tvítugur að aldri þegar Amanda hvarf. Hann bjó við Strand Road, ekki fjarri heimili Amanda. Kim þvertók fyrir að hafa komið nálægt morðinu á Amanda en hann neitaði að láta lífsýni í té svo ekki var hægt að bera lífsýni úr honum saman við lífsýni sem fundust á vettvangi.

En einn af vinnufélögum Kim hafði heyrt að lögreglan hefði áhuga á Kim í tengslum við málið en að hann neitaði að láta lífsýni í té. Þetta var árið 2017. Hann fylgdist því með Kim drekka kaffi dag einn í vinnunni og tók síðan kaffibollann og lét lögregluna fá hann en á honum voru lífsýni úr Kim.

Sýnin voru send til samanburðarrannsóknar og var niðurstaðan að sýnin væru úr sama aðilanum. Kim var því handtekinn í desember 2017 og ákærður fyrir morðið. Hann var dæmdur í 27 ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Kveikt í konu sem var á leið í dómssal að bera vitni í nauðgunarmáli

Kveikt í konu sem var á leið í dómssal að bera vitni í nauðgunarmáli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Banani seldist á 15 milljónir

Banani seldist á 15 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Konur útskýra af hverju þær vilja frekar nota titrara en stunda kynlíf með körlum

Konur útskýra af hverju þær vilja frekar nota titrara en stunda kynlíf með körlum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sönnunargagn varð lögmanni að bana í réttarsal

Sönnunargagn varð lögmanni að bana í réttarsal