Föstudagur 13.desember 2019
Pressan

Liliana lifði helförina af – Fær 200 hatursskeyti á dag

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. nóvember 2019 06:00

Fangar frelsaðir í Dachau útrýmingarbúðunum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liliana Segre, 89 ára, lifði helförina af en hún var vistuð í Auschwitz útrýmingarbúðum nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Henni berast nú um 200 hatursskilaboð á dag á samfélagsmiðlum og telur lögreglan að lífi hennar sé ógnað.

Hótununum fjölgaði mikið fyrir nokkrum mánuðum eftir að Liliana, sem hefur verið útnefnd sem öldungadeildarþingmaður á ítalska þinginu til æviloka, bað þingið um að setja á laggirnar sérstaka nefnd til að berjast gegn rasisma, gyðingahatri, hatursglæpum og ofbeldi gagnvart minnihlutahópum.

Tillagan var samþykkt þrátt fyrir að hægriflokkarnir Lega, Forza Italia og fleiri hafi sniðgengið atkvæðagreiðslu um hana segir BBC.

Liliana fæddist í Mílanó 1930. Hún flúði undan nasistum ásamt föður sínum í desember 1943. Þeim mistókst að komast til Sviss og enduðu í höndum nasista og voru send til Auschwitz. Hún var eitt 776 ítalskra barna undir 14 ára aldri sem voru send í þessar alræmdu útrýmingarbúðir. Þar létu faðir hennar og afi og amma lífið. Eftir ársdvöl þar var hún flutt í útrýmingarbúðir í Ravensbrück í Þýskalandi. Nokkrum vikum síðar var hún flutt í enn aðrar búðir þar sem hún var til rússneskir hermenn náðu þeim á sitt vald.

Aðeins 25 af ítölsku börnunum 776 lifðu dvölina í Auschwitz af. Hún flutti aftur til Ítalíu eftir stríðið. Það var ekki fyrr en um 1990 sem hún fór að segja opinberlega frá tímanum í útrýmingarbúðunum og vann hún ötullega að því að fræða ungt fólk og börn um þann mikla hrylling.

Hún fær nú svo alvarlegar hótanir að lögreglan gætir nú öryggis hennar og hefur hafið rannsókn á þeim hatursummælum sem henni hafa borist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Telja að bílslys hafi verið kaldrifjað morð á vegum KBG

Telja að bílslys hafi verið kaldrifjað morð á vegum KBG
Pressan
Í gær

Mögnuð uppgötvun – Svo stórt að það á ekki að geta verið til

Mögnuð uppgötvun – Svo stórt að það á ekki að geta verið til
Pressan
Í gær

Moldríkt par var myrt í lúxusíbúðinni – Lögreglan hefur nú opinberað myndir af hræðilegum morðvettvanginum

Moldríkt par var myrt í lúxusíbúðinni – Lögreglan hefur nú opinberað myndir af hræðilegum morðvettvanginum
Pressan
Í gær

Hversu lengi nýtur forseti Mexíkó stuðnings þjóðarinnar?

Hversu lengi nýtur forseti Mexíkó stuðnings þjóðarinnar?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ástralir vilja hætta við flugeldasýningu á gamlárskvöld og gefa bændum og slökkviliðsmönnum peningana

Ástralir vilja hætta við flugeldasýningu á gamlárskvöld og gefa bændum og slökkviliðsmönnum peningana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðalda í Lundúnum veldur ótta meðal almennings

Morðalda í Lundúnum veldur ótta meðal almennings