fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Norskt gámabarn fann móður sína eftir 29 ár

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 07:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laugardaginn 11. október 1990 var helsta fréttaefnið í norskum fjölmiðlum að nýfædd stúlka hefði fundist á lífi í ruslagámi í Osló. Nú, 29 árum síðar, er málið aftur orðið forsíðuefni norskra fjölmiðla. Ástæðan er að stúlkan, sem heitir Ingrid, hefur fundið móður sína eftir öll þess ár.

Hún fannst með nákvæmri yfirferð á lögregluskýrslum frá því þegar Ingrid fannst og með hjálp DNA-skrár. Árum saman var talið að móðirin myndi aldrei finnast en í síðustu viku kom fram í norska sakamálaþættinum Åsted Norge að móðirin væri fundin.

TV2 hefur eftir Asbjørn Hansen, fyrrum rannsóknarlögreglumaður hjá Kripos (sem er stoðdeild norsku ríkislögreglunnar sem aðstoðar lögregluembætti landsins við rannsókn alvarlegra sakamála) að þrátt fyrir langa reynslu við rannsóknir morðmála og annarra alvarlegra afbrota hafi hann aldrei komið að máli sem var leyst á þennan hátt.

Ingrid fannst í ruslagámi í verkamannahverfinu Bjølsen. Leit lögreglunnar að móður hennar bar engan árangur. „Gámabarnið“, eins og Ingrid var nefnd af fjölmiðlum, fékk nýja fjölskyldu sem gaf henni nafnið Ingrid og málið gleymdist með tímanum. Málið fór þó aftur af stað í febrúar á þessu ári þegar stjórnendur sjónvarpsþáttarins fengu ábendingu. Vinkona Ingrid sagði þeim að Ingrid væri að leita meiri upplýsinga um uppruna sinn.

Eftir langa rannsókn, sem var lýst ítarlega í umfjöllun þáttanna, var á endanum hægt að staðfesta með DNA-prófi hver móðir Ingrid er. Áður höfðu þáttargerðarmenn komist að því að móðirin hafði gefið skýrslu um málið 1990 en þá voru göt í frásögn og það voru þessi göt sem komu þáttargerðarmönnum á spor hennar.

„Mér fannst þetta svo leiðinlegt fyrir hana. Að hún hafi gengið í gegnum þetta allt án þess að geta sagt nokkrum manni frá því.“

Sagði Ingrid þegar henni voru færðar fréttirnar en móðir hennar hafði þagað yfir leyndarmáli sínu í öll þessi ár.

Ingrid fékk einnig að vita að móðir hennar vildi gjarnan hitta hana. Enn hefur ekki verið skýrt frá hlið móðurinnar eða frá því þegar mæðgurnar hittust á nýjan leik eftir 29 ára aðskilnað.

https://www.facebook.com/astednorge/videos/1325194420985145/?t=0

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim