Mánudagur 09.desember 2019
Pressan

Kókaín rekur í stríðum straumum upp á franskar strendur

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 22:30

Kókaín rekur á land í stríðum straumum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að undanförnu hefur mikið magn af mjög „hreinu“ og þar af leiðandi mjög hættulegu kókaíni fundist á nokkrum ströndum í Frakklandi sem liggja að Atlantshafinu. Einnig hefur fleiri tegundir fíkniefna rekið þar upp á strendur.

Kókaínið er pakkað inn í glært eða svart plast sem á er ritað „diamante“ eða „brillante“. New York Post skýrir frá þessu. Þetta er sami texti og var á álíka pökkum sem rak upp á strendur í Flórída í september þegar fellibylurinn Dorian gekk yfir.

Nú þegar hafa um 760 kíló af kókaíni fundist á frönsku ströndunum. Söluverðmæti þess er sem nemur allt að 10 milljörðum íslenskra króna. Pakkarnir hafa fundist víða á um 500 km strandlengju að sögn saksóknara í Rennes.

Lögreglan telur að kókaínið sé frá Suður-Ameríku. Verið er að kanna hvort bátur, á vegum smyglara, hafi lent í óveðri eða lent í hafsnauð og hafi því varpað farminum fyrir borð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Við stöndum frammi fyrir baráttu upp á líf eða dauða“

„Við stöndum frammi fyrir baráttu upp á líf eða dauða“
Pressan
Fyrir 2 dögum

SAS íhugar að stofna nýtt flugfélag

SAS íhugar að stofna nýtt flugfélag
Pressan
Fyrir 3 dögum

142.000 manns létust úr mislingum 2018

142.000 manns létust úr mislingum 2018
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kveikt í konu sem var á leið í dómssal að bera vitni í nauðgunarmáli

Kveikt í konu sem var á leið í dómssal að bera vitni í nauðgunarmáli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Laug á starfsumsókn – í gær fékk hún þungan dóm

Laug á starfsumsókn – í gær fékk hún þungan dóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðamæringur dó á dularfullan hátt

Milljarðamæringur dó á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þungar ásakanir í garð H&M – „Þetta er eins og sértrúarsöfnuður“

Þungar ásakanir í garð H&M – „Þetta er eins og sértrúarsöfnuður“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Konur útskýra af hverju þær vilja frekar nota titrara en stunda kynlíf með körlum

Konur útskýra af hverju þær vilja frekar nota titrara en stunda kynlíf með körlum