fbpx
Fimmtudagur 02.apríl 2020
Pressan

Nokkur atriði sem eru oft misskilin í tengslum við ástandið í Venesúela

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. janúar 2019 07:07

Venesúela Mikil ókyrrð í stjórnmálum og efnahagsmálum undanfarin ár hefur mikil áhrif á landsmenn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er ástandið í Venesúeal allt annað en gott þessa dagana. Nicolás Maduro og Juan Guaidó takast á um völdin í landinu og hafa sitt hvora sýnina á málin. Her landsins stendur að baki Maduro og því hefur hann töglin og haldirnar eins og er. En skjótt geta veður skipast í lofti og erfitt að spá fyrir um þróun mála í þessu Suður-Ameríkuríki. Óhætt er að segja að efnahagur landsins sé í rúst, verðbólgan er gríðarleg, nær algjör skortur er á öllum nauðsynjum, rúmlega þrjár milljónir landsmanna hafa flúið land og svo mætti lengi áfram telja.

Samkvæmt grein hugveitunnar CATO gætir oft ákveðins misskilnings í umfjöllun fjölmiðla um ástandið í Venesúela og setti hugveitan nýlega fram ábendingar um fimm atriði varðandi ástandið í Venesúela sem oft eru misskilin.

„Juan Guiadó lýsti sig forseta Venesúela.“ Guaidó er forseti þjóðþingsins sem er stýrt af stjórnarandstöðunni. Þann 10. janúar hófst nýtt kjörtímabil forseta landsins. Stjórnarskrá landsins kveður á um að forsetinn verði að sverja embættiseið fyrir framan þjóðþingið. Nicolás Maduro var „endurkjörinn“ í maí í vafasömum kosningum sem stjórnarandstaðan var hindruð í að taka þátt í. Flestar vestrænar ríkisstjórnir neita að viðurkenna kjör Maduro og segja réttilega að þjóðþingið sé eina löglega stofnun stjórnvalda í Venesúela.  Þingið vísaði til greina 233, 333 og 350 í stjórnarskrá landsins og lýsti Maduro valdaræningja. Grein 233 kveður á um að við varanlega fjarveru forsetans sé það forseti þjóðþingsins sem gegnir störfum hans þar til kosið er á nýjan leik. Guaidó lýsti því sjálfan sig ekki sem forseta. Hann hefur þau völd sem forseti þjóðþingsins sem fylgdi stjórnarskrá landsins og lýsti Maduro valdaræningja í kjölfar ólöglegra kosninga.

„Venesúela er klofið í herðar niður.“ Ekki lengur segir í umfjöllun Cato. Þar segir að þessi lýsing hafi átt við 2013 þegar Hugo Chávez lést og Maduro tók við af honum. En í kjölfar efnahagshruns og mikillar neyðar landsmanna auk gríðarlegrar spillingar innan ríkisstjórnarinnar hafi mikil meirihluti landsmanna snúist gegn Maduro. Flestar skoðanakannanir sýni að rúmlega 80 prósent landsmanna vilji losna við hann úr embætti. Nýleg könnun sýnir að 83 prósent landsmanna viðurkenna Guaidó sem starfandi forseta.

„Það er hætta á borgarastyrjöld.“ Í umfjöllun Cato segir að til að borgarastyrjöld geti brotist út verði báðir deiluaðilar að vera vopnum búnir. Í Venesúela er það aðeins annar hópurinn sem hefur vopn, Maduro og hans fólk sem nýtur stuðnings hersins. Auk þess eru hinir svokölluðu „colectivos“ en það eru vopnaðir óþokkar sem herja á almenning og njóta stuðnings hersins og lögreglunnar við það. Óþokkarnir þeysast um á mótorhjólum og hræða fólk og myrða jafnvel.

„Stjórnarandstaðan er að hvetja herinn til að ræna völdum.“ Valdaránið átti sér stað fyrir mörgum árum og var framið af Maduro með stuðningi hersins segir í umfjölluninni. 2017 setti Maduro strengjabrúðu stjórnlagaþing á laggirnar til að grafa undan stjórnarskránni. Stjórnlagaþingið hefur svipt þjóðþingið öllum völdum. Hæstiréttur er einnig undir stjórn ríkisstjórnar Maduro og hefur verið árum saman. Það sem stjórnarandstaðan er að gera er að hvetja herinn til að fylgja ákvæðum stjórnarskrárinnar.

„Þetta er deila á milli Trump og Maduro.“ Þetta er deila almennings í Venesúela og einræðisherrans. Þrátt fyrir að Bandaríkin hafi gegnt mikilvægu hlutverki í að lýsa kjör Maduro ólöglegt og með að beita stjórn hans refsiaðgerðum eru Bandaríkin ekki eina landið sem telur Maduro ekki vera réttkjörinn forseta. Mörg Evrópuríki hafa einnig gert það sem og ríki í Ameríku. Á móti styðja nokkrir einræðisherrar og alræðisstjórnir hann, má þar nefna Rússland, Kína, Kúbu og Tyrkland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ástfangin á níræðisaldri en aðskilin vegna COVID-19 – En ástin finnur alltaf leið

Ástfangin á níræðisaldri en aðskilin vegna COVID-19 – En ástin finnur alltaf leið
Pressan
Í gær

13 ára drengur nú sá yngsti sem látið hefur lífið í Bretlandi úr COVID-19

13 ára drengur nú sá yngsti sem látið hefur lífið í Bretlandi úr COVID-19
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilbrigðiskerfið hefur ekki undan vegna COVID-19 – Vænta þess að sjá lík á götum úti

Heilbrigðiskerfið hefur ekki undan vegna COVID-19 – Vænta þess að sjá lík á götum úti
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Sjúklingur núll“ fyrirlitinn og útskúfaður – Notaði fölsk nöfn – Smitaði fjölmarga

„Sjúklingur núll“ fyrirlitinn og útskúfaður – Notaði fölsk nöfn – Smitaði fjölmarga