fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Pressan

Nýjar og athyglisverðar upplýsingar í bók sem var í eigu Hitlers

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 27. janúar 2019 10:30

Umrædd bók. Mynd:Library and Archives Canada

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bók, sem var eitt sinn í eigu Adolfs Hitlers, er nú komin í vörslu kanadíska þjóðskjalasafnsins en hún var áður í eigu eftirlifanda Helfararinnar. Í bókinni, sem heitir Statistik, Presse und Organisationen des Judentums in den Vereinigten Staaten und Kanada, koma fram áður óþekktar upplýsingar um áhuga nasista á Norður-Ameríku.

Bókin var tekin saman af Heinz Kloss árið 1944. Hann var vísindamaður og nasisti sem bjó í Bandaríkjunum frá 1936 til 1937. Í bókinni er fjallað um gyðinga í Bandaríkjunum og Kanada og hvernig eigi að beita „The Final Solution“ í tengslum við þá en The Final Solution var leyniorð nasista yfir þjóðarmorðin á gyðingum.

Talið er líklegt að Kloss hafi notið aðstoðar stuðningsmanna nasista í Bandaríkjunum þegar hann tók bókina saman.

BBC segir að talið sé að Hitler hafi átt á bilinu 6.000 til 16.000 bækur.

Forsvarsmenn kanadíska þjóðskjalasafnsins telja að bókin hafi komið til Bandaríkjanna með hermanni sem tók þátt í árásinni á fjallasetur Hitlers 1945. Hann hafi tekið hana úr bókasafni hans. Talið er að bókin hafi síðar komist í eigu kaupsýslumanns, sem stundaði viðskipti með muni tengda gyðingum, en hann fékk hana að sögn frá eftirlifanda Helfararinnar.

Nasistar myrtu um 6 milljónir gyðinga í Helförinni. Í umræddri bók eru nákvæmar upplýsingar um fjölda gyðinga í stórum borgum á borð við New York og Montreal sem og í litlum samfélögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Borðaðu meira grænmeti og minna kjöt ef þú vilt lifa lengur

Borðaðu meira grænmeti og minna kjöt ef þú vilt lifa lengur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna skaltu alltaf sofa í sokkum

Þess vegna skaltu alltaf sofa í sokkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stakk eiginkonu sína til bana á götu úti – Hún var á gangi með barn þeirra

Stakk eiginkonu sína til bana á götu úti – Hún var á gangi með barn þeirra
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“