fbpx
Miðvikudagur 08.desember 2021
Pressan

195 dagar án dropa úr lofti – Milljónaborg verður brátt vatnslaus

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. júní 2019 18:00

Það er fallegt og stundum þurrt á Indlandi. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að íbúar borgarinnar Chennai á Indlandi hafi hlaupið út í rigninguna á fimmtudag, var ekki mikið til að gleðjast yfir. Eftir 195 rigningarlausa daga, höfðu þessir fáu dropar sem féllu úr lofti ekki mikil áhrif á hina 10 milljón íbúa borgarinnar. Vatnslón borgarinnar eru enn næstum tóm og göturnar eru enn fullar af ryki.

„Ég hef aldrei upplifað annað eins, þetta slær öll met. Það eina sem getur bjargað okkur er rigning, en hún kemur ekki“, segir Kamlesh Chaudhary, eldri kona sem býr í borginni og hefur upplífað marga þurrka og flóð á Indlandi.

Chennai, sem er á suðaustur Indlandi og er sjötta stærsta borg landsins, hefur orðið illa úti í langavarandi þurrkum og hita sem hefur farið upp undir 50 gráður. Það kemur ekki lengur vatn þegar skrúfað er frá krananum. Um alla borg stendur fólk í löngum röðum með föturnar sínar og bíður þess að tankbílar komi með vatn.

Þurrkarnir hafa haft þau áhrif að búið er að loka skólum, hótelum og fyrirtækjum og á sjúkrahúsum borgarinnar hefur þurft að fresta aðgerðum sem ekki eru lífsnauðsynlegar.

21 borg í hættu á að missa allt grunnvatn

Indland stendur frammi fyrir mesta vatnsskorti í sögu landsins. Því það er ekki bara á þessu ári sem þurrkar hafa valdið vandræðum í landinu. Það rigndi heldur ekki mikið á síðasta ári og var þá varað við því að vatnsskorturinn myndi setja líf milljóna manna og dýra í hættu.

Alls eiga 21 borg á Indlandi það á hættu að missa allt grunnvatn fyrir 2020 og er Channai ein þeirra. Vatnsmagnið í fjórum stærstu vantsbólum borgarinnar er aðeins einn hundraðasti af því sem það var fyrir ári.

Eina af ástæðunum fyrir minnkandi grunnvatni má rekja til loftslagsbreytinga, Mahreen Matto frá Miðstöð vísinda og umhverfis í Dehli er ein þeirra sem halda þessu fram.

Indverjar nota meira grunnvatn en Kínverjar og Bandaríkjamenn samanlagt

Það eru ekki aðeins loftslagsbreytingar sem hafa áhrif á stöðu grunnvatns. Indverjar nota meira af grunnvatni sínu en nokkuð annað land í heiminum. Samkvæmt umhverfisverndarsinnanum, Hismanshu Thakkar, er þetta vandamál sem margar af síðustu ríkisstjórnum hafa reynt að leysa.

„Við notum meira grunnvatn en Kína og Bandaríkin samanlagt. Í Bandaríkjunum verndar maður þau svæði þar sem grunnvatnið endurnýjast. Hvað gerum við?“, spyr hann.

Forseti Indlands, Ram Nath Kovind viðurkennir vandamálið. Hann segir að aukinn vatnsskortur sé ein stærsta ógnin sem að okkur stafar á 21. öldinni. Þess vegna hefur ríkisstjórnin sett á fótt ráðuneyti helgað þessu málefni, en það verður ekki létt verk að leysa þetta vandamál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stjörnufræðingar fundu tvær „ósýnilegar“ vetrarbrautir frá árdögum alheimsins

Stjörnufræðingar fundu tvær „ósýnilegar“ vetrarbrautir frá árdögum alheimsins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa ljósi á uppruna vatns hér á jörðinni

Varpa ljósi á uppruna vatns hér á jörðinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rigning mun leysa snjókomu af hólmi á norðurhvelinu vegna loftslagsbreytinganna

Rigning mun leysa snjókomu af hólmi á norðurhvelinu vegna loftslagsbreytinganna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvaða gagn er af engiferi?

Hvaða gagn er af engiferi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoska lögreglan greiðir 1 milljón punda í bætur vegna bílslyss sem hún sinnti ekki

Skoska lögreglan greiðir 1 milljón punda í bætur vegna bílslyss sem hún sinnti ekki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu steingervinga 11 risaeðla á Ítalíu

Fundu steingervinga 11 risaeðla á Ítalíu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona er hægt að nota ferskar sítrónur til margra hluta

Svona er hægt að nota ferskar sítrónur til margra hluta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru algengustu einkenni COVID-19 hjá bólusettu fólki

Þetta eru algengustu einkenni COVID-19 hjá bólusettu fólki