fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Hvarf Anne-Elisabeth Hagen – Rannsóknin er nú orðin morðrannsókn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. apríl 2019 05:57

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen og heimili hjónanna. Skjáskot af vef Aftenposten.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska lögreglan óttast að ekki muni heyrast aftur frá þeim sem segjast standa á bak við ránið á Anne-Elisabeth Hagen. Henni var rænt af heimili sínu í útjaðri Osló þann 31. október á síðasta ári. Hún er 69 ára og er gift Tom Hagen sem er einn af auðugustu mönnum Noregs.

Á heimili þeirra hjóna fundust skrifleg skilaboð þar sem fram kom að lausnargjalds upp á 9 milljónir evra væri krafist fyrir lausn Anne-Elisabeth og átti að greiða það í rafmynt. Allt frá því að Anne-Elisabeth var rænt hefur lítið samband verið við mannræningjana. Þeir hafa nokkrum sinnum sett sig í samband við fjölskyldu Anne-Elisabeth í gegnum ótilgreinda samskiptaleið sem er þó aðeins á annan veginn. Því hefur fjölskylda hennar þurft að koma skilaboðum til mannræningjanna í gegnum fjölmiðla. Síðast heyrðist frá mannræningjunum í febrúar.

Norska ríkisútvarpið segir að lögreglan óttist nú að ekki muni heyrast meira frá mannræningjunum og hefur stefnu rannsóknarinnar nú verið breytt úr rannsókn á mannráni yfir í hugsanlegt morð.

Síðast er vitað með vissu að Anne-Elisabeth var á lífi þann 31. október á síðasta ári, daginn sem henni var rænt. Ummerki í húsinu sýndu að átök höfðu átt sér stað og að einhver hafði verið dreginn í gegnum húsið.

Tommy Brøske, yfirlögregluþjónn, sem stýrir rannsókninni sagði í samtali við Norska ríkisútvarpið að það væri algjört forgangsverkefni að fá Anne-Elisabeth heila á húfi en rannsóknin hafi nú breyst úr rannsókn á mannráni yfir í rannsókn á mjög alvarlegum refsiverðum verknaði. Þegar hann var spurður hvort hann ætti þá við morðrannsókn sagði hann að lögreglan viti ekki hverju hún stendur frammi fyrir við rannsóknina en ekki sé útilokað að Anne-Elisabeth hafi verið myrt.

Anne-Elisabeth Hagen

Meðal þeirra kenninga sem lögreglan vinnur nú eftir er að mannránið hafi farið úr böndunum og endað með öðrum hætti en lagt var upp með eða að eitthvað allt annað hafi gerst.

Lögmaður fjölskyldu Anne-Elisabeth vildi ekki tjá sig um þessa nýju stefnu í rannsókninni þegar eftir því var leitað.

Allt frá því að Anne-Elisabeth hvarf hefur aðalkenning lögreglunnar verið að hún hafi verið numin á brott gegn vilja sínum.

Þann 11. febrúar skýrði lögreglan frá því að mannræningjarnir hefðu sett sig í samband við fjölskyldu Anne-Elisabeth á nýjan leik. Fjölskylda hennar svaraði í gegnum fjölmiðla og sagðist reiðubúin til viðræðna til að finna lausn á málinu svo Anne-Elisabeth geti snúið aftur heim heil á húfi. Farið var fram á að mannræningjarnir sönnuðu að hún sé á lífi. Það hafa þeir ekki gert því ekkert hefur heyrst frá þeim eftir þetta. Það veldur lögreglunni miklum áhyggjum.

„Þegar fjárhagslegur hvati liggur að baki þá er það venjan að fá ávinninginn í hendurnar. Í þessu máli hefur verið sýnd mikil þolinmæði sem er mjög óvenjulegt.“

Sagði Brøske sem grunar að nú muni ekki heyrast meira frá mannræningjunum.

„Það er góð ástæða til að ætla að nú muni ekki heyrast meira frá þeim en við hvetjum þá til að setja sig í samband við okkur.“

Lögreglan hefur ekki náð neinum stórum áföngum í rannsókninni en segir að henni hafi sífellt miðað örlítið áfram.

„Við vitum ekki nákvæmlega hvar hún er en við höfum öðlast meiri yfirsýn og höfum unnið mikla og ítarlega rannsóknarvinnu. En málið er ekki leyst. Þetta er mikið púsluspil.“

Sagði Brøske.

250 yfirheyrslur hafa farið fram í málinu auk umfangsmikilla vettvangsrannsókna og margvíslegra rannsókna sérfræðinga lögreglunnar. Um 1.500 ábendingar hafa borist frá almenningi og leitað hefur verið að Anne-Elisabeth á ákveðnum stöðum í Noregi og utan Noregs. Þá er verið að fara yfir um 6.000 klukkustundir af myndefni úr eftirlitsmyndavélum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Pressan
Í gær

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku
Pressan
Í gær

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?