fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Afrískt farandfólk vill helst vera í Afríku

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. apríl 2019 17:30

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar könnunar benda til að meirihluti farandsfólks, það eru flóttamenn og innflytjendur, í Afríku vilji heldur fara til annarra Afríkuríkja en Evrópu.

Kristeligt Dagblad skýrir frá þessu og byggir á nýrri könnun sem var gerð meðal 46.000 manns í 34 Afríkuríkjum. Það var hin óháða rannsóknarstofnun Afrobarometer sem gerði könnunina. Að meðaltali sögðust 36 prósent aðspurðra helst vilja flytja til annars Afríkuríkis. 27 prósent sögðu að Evrópa væri efst á blaði hjá þeim.

Könnunin var gerð frá 2016 til 2018 en niðurstöður hennar voru birtar nýlega. Þær sýna að mikill munur er á svörum fólks eftir búsetu þess.

58 prósent þeirra, sem búa sunnan Sahara, sögðust helst vilja flytja til annars Afríkuríkis en hjá þeim sem búa norðan Sahara var hlutfallið 8 prósent.

En þótt fólk hafi hugleitt þetta þá er langur vegur frá hugsunum til framkvæmda. Af þeim sem sögðust hafa íhugað að flytja sig um set sagði tíundi hver að hann væri að undirbúa sig undir það. Þetta svarar til þriggja prósenta af íbúafjölda Afríku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?