fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Örlagadagur á breska þinginu – Spá afhroði Theresa May í atkvæðagreiðslu um útgöngusamninginn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 05:59

Theresa May.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ögurstund á breska þinginu í dag þegar neðri deildin greiðir atkvæði um útgöngusamning Bretlands við Evrópusambandið. Theresa May, forsætisráðherra, hvatti þingmenn í gær til að „lesa samninginn aftur“ og játaði um leið að hann væri ekki fullkominn. En ekki er að sjá að þetta muni breyta miklu og allt stefnir í afhroð hennar og þeirra sem styðja samninginn.

Sky-fréttastofan segir að reyndir þingmenn spá því að May tapi atkvæðagreiðslunni með 100 til 200 atkvæða mun. Í framhaldi af slíkum ósigri mun Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, líklega leggja fram vantraustillögu á hendur ríkisstjórninni.

Bandamenn May segja engu máli skipta hversu stórt hún muni tapa í atkvæðagreiðslunni, hún hafi ekki í hyggju að segja af sér eða boða til þingkosninga. Hún mun þó verða undir miklum þrýstingi um að leggja fram B áætlun um Brexit.

Í yfirlýsingu sem May sendi frá sér í gærkvöldi hvatti hún þingmenn til að „lesa samninginn aftur“ og játaði að hann væri ekki fullkominn, heldur málamiðlun. Í tilfinningaþrunginni ræðu, sem hún hélt fyrir þingmenn Íhaldsflokksins, hvatti hún þá til að „halda Jeremy Corbyn eins langt frá Downingstræti 10 og hægt er“.

Atkvæðagreiðslan hefst klukkan 19 í dag og má reikna með mikilli spennu í þingsal og víðar. Hún gæti tekið langan tíma því búist er við að ýmsar breytingatillögur og viðaukar við samning May verði lagðar fram. Meðal annars tillaga um að Bretar gangi ekki úr ESB nema útgöngusamningur liggi fyrir og önnur um hvernig á að taka á málum á landamærum Írlands og Norður-Írlands. Tillögur sem þessar gætu orðið til að ósigur May verði ekki eins stór og ella. Þá binda margir Íhaldsmenn vonir við viðaukatillögu sem Hilary Benn, sem er formaður Brexitnefndar þingmanna, mun væntanlega leggja fram en samkvæmt henni verður ekkert af atkvæðagreiðslu um samning May við ESB en þannig gæti May komist hjá niðurlægjandi ósigri. Tillaga Benn gengur út á að samningur May komi ekki til greina og að Bretar gangi ekki úr ESB nema útgöngusamningur liggi fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“