fbpx
Mánudagur 05.júní 2023
Pressan

Tveir skíðamenn létust í snjóflóði í Austurríki

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. janúar 2019 05:59

Austurrískur skíðastaður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur snjóað í Austurríki og í sunnanverðu Bæjaralandi í Þýskalandi síðustu sólarhringa. Mörg þúsund skíðamenn sitja fastir á austurrískum skíðastöðum vegna snjóa og tveir skíðamenn létust í snjóflóðum um helgina. Frá því á laugardaginn hefur rúmlega hálfur metri af snjó fallið í norðurhliðum Austurrísku Alpanna.

Mikil snjóflóðahætta er í Austurrísku Ölpunum og hafa yfirvöld sett hættustigið á fjórða stig af fimm. Í Bæjaralandi hefur snjórinn valdið töluverðum vandræðum, tré hafa brotnað undan þyngd hans og oltið yfir vegi, járnbrautateina og raflínur.

Ekki hafa allir séð sér fært að fara eftir viðvörunum yfirvalda og margir hafa farið á skíði utan skíðasvæða en þau eru lokuð vegna snjóa og snjóflóðahættu. Í Vorarlberg í Austurríki létust tveir skíðamenn í tveimur aðskildum snjóflóðum um helgina. Björgunarmönnum tókst að finna lík mannanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Eftir aðeins 20 ár gætu stjörnurnar á himninum verið horfnar sjónum okkar

Eftir aðeins 20 ár gætu stjörnurnar á himninum verið horfnar sjónum okkar
Pressan
Í gær

Hjó föður sinn sextán sinnum í höfuðið og breytti honum í uppvakning – Peter var lifandi dauður

Hjó föður sinn sextán sinnum í höfuðið og breytti honum í uppvakning – Peter var lifandi dauður
Pressan
Fyrir 3 dögum

FBI skýrir frá leyniáætlun sem beindist gegn Elísabetu II

FBI skýrir frá leyniáætlun sem beindist gegn Elísabetu II
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrt af leigusala sínum eftir mygludeilu

Myrt af leigusala sínum eftir mygludeilu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Niðurstaðan liggur fyrir – Þess vegna minnkar vatnsmagnið í stærstu vötnum heims

Niðurstaðan liggur fyrir – Þess vegna minnkar vatnsmagnið í stærstu vötnum heims
Pressan
Fyrir 4 dögum

Betra seint en aldrei – Bókinni var skilað tæpum 100 árum of seint

Betra seint en aldrei – Bókinni var skilað tæpum 100 árum of seint