fbpx
Mánudagur 06.febrúar 2023
Pressan

Rekinn úr Svíþjóðardemókrötunum fyrir hatursræðu – „Arabar eru sori jarðar“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. júní 2018 06:33

Mikael Bystedt. Mynd:Riksdagen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagar Mikael Bystedt í Svíþjóðardemókrötunum virðast vera taldir í kjölfar afhjúpunar dagblaðsins Expressen á mörg hundruð hatursfullum ummælum hans gegn innflytjendum og sérstaklega múslimum. Bystedt er frambjóðandi flokksins til þings en kosið verður í september. Hann er einnig ráðgjafi fyrir flokkinn. Í umfjöllun Expressen kemur fram að hann virðist hafa staðið á bak við hatursorðræðu á netinu árum saman.

Um mörg hundruð ummæli er að ræða en þau birtust á sænsku netsíðunum Avpixlat og Fria tider auk bandaríska fréttavefsins Breitbart. Allar þessar vefsíður eiga það sameiginlegt að vera vægast sagt gagnrýnar á innflytjendur og múslima.

Ein ummæli Bystedt komu eftir að Fria Tider fjallaði um eldsvoða í moskum í Lundúnum.

„Vel gert. Ég vona bara að þetta breiðist til Svíþjóðar sem eldur.“

Bystedt gekk í Svíþjóðardemókratana 2013 og hefur verið fjölmiðlaráðgjafi Jimmie Åkeson formanns flokksins. Fjölmiðlafulltrúi flokksins, Henrik Vinge, segir að Bystedt geti ekki unnið áfram fyrir flokkinn. Hann segir að það sé ljóst að Bystedt hafi staðið á bak hatursræðuna sem Expressen fjallaði um. Það sé engin vafi um það.

Vinge segir að Bystedt hafi lofað að hætta öllum afskiptum af stjórnmálum og muni ekki taka þátt í kosningabaráttu Svíþjóðardemókratanna.

Expressen segir að frá 2012 til 2016 hafi Bystedt verið iðinn við kolann og látið mörg hatursfull orð falla á netinu. Hann notaði tölvupóst, sem er tengdur við einkatölvupóst hans, eftir að hann gekk til liðs við Svíþjóðardemókratana.

Vorið 2016 er hann sagður hafa skrifað á Avpixlat:

„Það eru ekki innflytjendur sem nauðga . . . það eru MÚSLIMAR. Hvar sem þeir koma valda þeir vandræðum.“

Ári áður lagði hann til á þessari sömu vefsíðu að „vísa ætti öllum múslimum frá Svíþjóð“ og „Íslam er hrein illska“.

Í einni færslu sagði hann Araba vera lygara og:

„Sora jarðar.“

Einnig skrifaði hann eitt sinn:

„Löt sníkjudýr sem nenna ekki að lyfta fingri og liggja bara í sófanum og vænta þess að fá þjónustu.“

Í heildina skrifaði hann um 500 hatursummæli á vefsíðurnar segir í umfjöllun Expressen. Í samtali við blaðið neitaði Bystedt að þekkja til þessara skrifa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu múmíu sem gæti verið sú elsta sem fundist hefur

Fundu múmíu sem gæti verið sú elsta sem fundist hefur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Forstjóri dýragarðs sakaður um að hafa slátrað fjórum geitum og haft á jólaborðinu

Forstjóri dýragarðs sakaður um að hafa slátrað fjórum geitum og haft á jólaborðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærður fyrir nauðgun – „Þetta er eins og að nauðga líki“

Ákærður fyrir nauðgun – „Þetta er eins og að nauðga líki“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rúmlega 600 kærðir fyrir heimilisofbeldi í sérstakri aðgerð áströlsku lögreglunnar

Rúmlega 600 kærðir fyrir heimilisofbeldi í sérstakri aðgerð áströlsku lögreglunnar