fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Faðir sem lét sig hverfa árið 1993 er núna í slæmum málum

Pressan
Sunnudaginn 3. júní 2018 13:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1993 ákvað Richard Hoagland að kominn væri tími á að hefja nýtt líf. Hann yfirgaf eiginkonu sína, Lindu, og synina tvo, Matthew og Douglas sem voru 6 og 9 ára á þessum tíma. Fjölskyldan var búsett í Indiana í Bandaríkjunum.

Ekki spurðist mikið til Richards eftir þetta, að minnsta kosti ekki þar til hann var handtekinn árið 2016. Þá komst upp um hann, ef svo má segja, enda hafði hann tekið upp auðkenni manns sem lést árið 1991. Hann tók upp nafn mannsins, Terry Jude Symansky, og gekk í hjónaband með annarri konu árið 1995. Í ljós kom að hann hafði flutt til Flórída þar sem hann kynntist annarri konu og gekk í hjónaband með henni, sem fyrr segir.

Það hvernig þetta komst upp er dálítið merkilegt. Frændi Terry heitins, sem var í forvitni sinni að skoða ættfræðivefinn Ancestry.com, komst að því að Terry hefði, eins einkennilega og það hljómar, gengið í hjónaband fjórum árum eftir andlát sitt. Þá fóru hjólin að snúast og upp komst um svik Richards.

Richard var dæmdur í fangelsi árið 2017 fyrir auðkennisþjófnað en var sleppt eftir að hafa afplánað nokkra mánuði. Hann var aftur fyrir dómi á dögunum og situr nú súpunni.

Dómari dæmdi hann nefnilega til að greiða tæplega tvær milljónir dala vegna meðlags sem hann greiddi ekki öll þessi ár. Ofan á vangreiddar meðlagsgreiðslur lögðust talsverðir vextir, eða 1,4 milljónir dala.

Óvíst er hvort Richard, sem er fluttur aftur til Indiana eftir öll þessi ár í Flórída, geti greitt skuldina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun