fbpx
Laugardagur 22.júní 2024
Matur

Humarsúpan á Bryggjunni í Grindavík slær í gegn á heimsvísu

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 12. janúar 2023 11:48

Humarsúpan á Bryggjunni í Grindavík hefur svo sannarlega slegið í gegn á heimsvísu og þykir en sú besta í heimi samkvæmt ritstjóra ferðatímaritsins Condé Nast Traveler. MYNDIR/BRYGGJAN.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Humarsúpan á Café Bryggjan í Grindavík hefur svo sannarlega slegið í gegn og er ein sú besta að mati ritstjóra ferðatímaritsins Condé Nast Traveler. Samfélagsmiðlastjóri ferðatímaritsins, Mercedes Bleth, segist enn hugsa um súpuna sem hún smakkaði þar á síðasta ári þrátt fyrir að vera í margra kílómetra fjarlægð frá Íslandi þar sem hún er stödd í New York í Bandaríkjunum. Í vetrarhörkunum sem þar ríkja núna leitar hugur hennar til Grindavíkur.

En ritstjórar Condé Nast Traveler tóku saman bestu máltíðirnar sem þeir fengu sér á ferðalagi sínu. Á listanum er að finna fjölbreyttar máltíðir á hinum ýmsu veitingahúsum víða um heim sem áhugavert er að skoða.

„Þetta er dálítinn spöl frá Reykjavík, á Suðvestur Íslandi við höfnina í Grindavík, um klukkustundarakstur frá borginni. En það er nauðsynlegt að kanna landið vel þegar maður heimsækir Ísland. Ef­tir að þú ert búinn að taka hökuna upp úr gólfinu af hrifningu yfir landslagi­nu á leiðinni langað, þá þarftu að setja bensín á tankinn. Á Café Bryggjan er kósí andrúmsloft, og ég naut einnar bestu humarsúpu sem ég hef smakkað. Maður skammtar sér sjálfur og maður fær fría ábót með dásamlegu nýbökuðu brauði til að klára súpuna upp til agna. Núna þegar harka færist í veturinn í New York, þá hugsa ég til súpunnar á þessum litla stað við höfnina, aftur og aftur,“ skrifar Bleth í umsögn sinni um humarsúpuna á Bryggjunni.

Hægt er að lesa um allar bestu máltíðirnar  sem ritstjórarnir tóku saman hér.

Einnig er að fylgjast með því sem er að gerast á Bryggjunni á fésbókarsíðunni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
31.10.2023

Einfaldur réttur sem kemur skemmtilega á óvart!

Einfaldur réttur sem kemur skemmtilega á óvart!
Matur
29.10.2023

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu
Matur
24.10.2023

Hunangs-BBQ kjúklingur með grilluðu grænmeti og geggjuðum sósum

Hunangs-BBQ kjúklingur með grilluðu grænmeti og geggjuðum sósum
Matur
23.10.2023

Pizza með perum, gráðosti & valhnetum

Pizza með perum, gráðosti & valhnetum