fbpx
Föstudagur 01.mars 2024
Matur

Frumlegasta samsetningin í dag – Beikonvafðar tígrisrækjur

Sjöfn Þórðardóttir
Mánudaginn 12. desember 2022 13:30

Ein frumlegasta samsetningin á smárétti þessa dagana, beikonvafðar tígrísrækjur. Ótrúlega skemmtileg smakkferð fyriri bragðlaukana. MYNDIR/BERGLIND HREIÐARS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa dagana er mikið um jólakokteilboð og alls konar aðventugleði og þá er svo gaman að bjóða upp á fjölbreytt úrval af smáréttum. Svo er upplagt að vera með Pálínuboð þar sem allir koma með einn rétt á borðið. Hér er á ferðinni ótrúlega frumleg samsetning af smárétti sem á eftir að koma á óvart. Berglind okkar Hreiðarsdóttir matarbloggari  hjá Gotterí og gersemar með meiru býður hér upp á beikonvafðar tígrisrækjur og mælir með að dýfa þeim í kalda hvítlaukssósu. Einn frumlegasti rétturinn þessa dagana.

Beikonvafðar tígrisrækjur
25-30 stykki
2 öskjur tígrisrækja frá Sælkerafiski (um 700 g)
13-15 stórar beikonsneiðar
70 g smjör
40 g púðursykur
½ msk. chipotle eða cajun krydd

Tilbúin hvítlaukssósa (til að bera fram með). Hitið ofninn í 200°C og klæðið bökunarplötu með bökunarpappír. Bræðið smjör og sykur saman í potti við vægan hita þar til sykurinn leysist upp og hrærið kryddinu þá saman við. Affrystið, skolið og þerrið rækjurnar. Skerið beikonsneiðar í tvo hluta og vefjið hverri rækju þétt inn í beikon. Raðið á bökunarplötuna og penslið með rúmlega helmingnum af smjörblöndunni. Setjið í ofninn í 15 mínútur, takið út og penslið aftur með smjörblöndu. Stillið á grill (200°C) og setjið aftur inn í ofninn í um 5 mínútur til viðbótar. Berið fram með hvítlaukssósu.

Gaman er að bera réttinn fram á bretti sem má líka skreyta með jólalegri útfærslu. Svo er þessi réttur líka tilvalinn í áramótaveisluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
28.10.2023

Mango Chutney kjúklingur

Mango Chutney kjúklingur
Matur
27.10.2023

Ítölsk tortellini tómatsúpa

Ítölsk tortellini tómatsúpa
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa
Matur
14.10.2023

Flatbrauð undir áhrifum miðjarðarhafsins

Flatbrauð undir áhrifum miðjarðarhafsins
Matur
13.10.2023

Ofnbakaðir ostborgarar með sesamgljáa

Ofnbakaðir ostborgarar með sesamgljáa
Matur
11.10.2023
Sítrónupasta