fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Matur

Kósýgrýtan hennar Berglindar er góð hugmynd

Sjöfn Þórðardóttir
Þriðjudaginn 27. september 2022 10:28

Kósýgrýtan hennar Berglindar er góð hugmynd í sarpinn fyrir kvöldverð þegar nýta á það sem til er. MYNDIR/BERGLIND HREIÐARS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum er gott að reyna nýta það sem er til ísskápnum og eldhússkápunum þegar töfra á fram kvöldverð á augabragði og oft hentar það vel í byrjun vikunnar að grípa til þess ráðs. Það er einmitt nákvæmlega það sem Berglind okkar Hreiðars gerði á dögunum og birti síðan útkomuna á bloggsíðu sinni Gotterí og gersemar.

„Um daginn tók ég út hakk úr frystinum og planið var að gera hakk og spaghetti í kvöldmat. Síðan rann dagurinn frá mér og ég hafði ekki komist í búð til að kaupa pastasósu né spaghetti og var ég næstum hætt við að nota hakkið. Ég ákvað að sjá hvað væri til í kotinu og viti menn, úr varð þessi undurljúffenga grýta sem kláraðist upp til agna,“ segir Berglind alsæl með útkomuna.

Kósýgrýtan hennar Berglindar

1 laukur

500 g nautahakk

100 g pastaslaufur

100 g fyllt ostapasta

5 msk. tómatsósa

400 ml rjómi

100 g pitsaostur

1 msk. oreganó

Salt, pipar, paprikukrydd og hvítlaukskrydd eftir smekk

Ólífuolía til steikingar

Parmesan ostur yfir í lokin (má sleppa)

Sjóðið báðar tegundir af pasta á meðan þið eldið hakkið sjálft. Saxið laukinn mjög smátt (þá fatta krakkar ekki það sé laukur í matnum). Steikið lauk og nautahakk upp úr ólífuolíu, kryddið eftir smekk. Hellið tómatsósu, rjóma og pitsaosti á pönnuna og hrærið vel þar til osturinn er bráðinn og rjómakennd sósa myndast, bætið oreganó á pönnuna og frekari kryddum eftir smekk. Sigtið pastað og bætið saman við. Þeir sem vilja geta síðan rifið parmesan ost yfir allt saman. Þetta er líka góð leið til að taka til í ísskápnum og velja í grýtuna það sem þið eigið til og sjáið fyrir ykkur að passi með hakkinu. Allt eftir smekk hvers og eins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum