fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Barbíkjúpítsa sem bjargar föstudagskvöldinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 8. febrúar 2019 13:00

Hver stendur á bak við þetta?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er komin helgi einu sinni enn sem þýðir að margir ætla að hafa kósí kvöld í kvöld og gera vel við sig. Hér er á ferð æðislega helgarpítsa sem kemur öllum í gott skap.

Barbíkjúpítsa

Hráefni:

2 meðalstór, tilbúin pítsadeig (eða búa til sitt eigið – sjá uppskrift hér)
2 bollar kjúklingur, rifinn niður í bita
¾ bolli barbíkjúsósa
1 bolli rifinn ostur
¼ rauðlaukur, skorinn þunnt
1/3 bolli cheddar ostur, rifinn
chili flögur (má sleppa)
2 msk. ferskt kóríander, saxað

Aðferð:

Hitið ofninn í 250°C. Setjið smjörpappír á tvær ofnplötur, fletjið pítsadeigið út og setjið á plöturnar. Blandið kjúklingi og ¼ bolla af barbíkjúsósu saman í skál. Skiptið restinni af sósunni á milli pítsubotnanna, síðan kjúklingablöndunni. Dreifið síðan rifnum osti og rauðlauk yfir og því næst cheddar osti. Stráið chili flögum yfir cheddar ostinn og bakið pítsurnar í 20 til 25 mínútur. Skreytið með kóríander og berið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa