fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
Matur

Saka Mörthu Stewart um glæp: „Ætli hún hafi lært þetta í fangelsinu?“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 11. janúar 2019 14:30

Martha enn og aftur í bobba.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Martha Stewart er fyrirmynd margra þegar kemur að eldamennsku og húsverkum, en hún vakti upp ansi sterk viðbrögð eftir að myndbandi var deilt á Twitter-síðu Food Network. Í myndbandinu sýnir Martha „skemmtilega leið til að búa til eggjahræru.“

Martha byrjar á því að brjóta tvö egg í glerbolla og þeyta þau síðan af ákefð. Þá piprar hún og saltar og bætir einni og hálfri teskeið af smjöri við hræruna. En eggin eldar hún hins vegar ekki í pönnu eða potti, eins og venja er, heldur setur Martha glasið undir gufutúðuna á cappuccino-vél. Túðan er vanalega notuð til að mynda mjólkurfroðu í kaffidrykkjum en eldar eggin hennar Mörthu á innan við mínútu.

„Þetta gufusýður eggin og býr til mýkstu og léttustu eggjahræru sem þú getur ímyndað þér á nokkrum sekúndum,“ segir Martha.

Eggin líta vissulega girnilega út en Twitter-notendur eru í áfalli yfir þessari eldunaraðferð og saka Mörthu um matarglæp.

„Ætli hún hafi lært þetta í fangelsinu,“ skrifar einn og vísar í það þegar að Martha sat inni í fimm mánuði fyrir hlutabréfasvindl árið 2004. Í kjölfarið afplánaði hún restina af dómnum heima hjá sér í stofufangelsi í fimm mánuði.

„Ég velti fyrir mér hvernig fangelsismat Martha eldaði í steininum?“ tístir annar.

„Þetta er auðvelt…allir eiga espresso-vél í eldavélinu sínu til að apa þetta eftir, er það ekki..“ tístir einn notandi með hæðni.

Öðrum fannst eggin alls ekki girnileg:

„Þetta eru ofelduðustu egg sem ég hef séð – börnin mín gátu gert betur þegar þau voru fjögurra ára. Af hverju gerðirðu þetta manneskja?“

Þessi kaffispekúlant leggur einnig orð í belg:

„Hún er greinilega ekki í kaffibransanum. Enginn kaffispekúlant eða -áhugamaður með sjálfsvirðingu myndi misþyrma kaffivél á þennan hátt. Þú ert brandari. Ekki fyndinn brandari.“

Einhverjum fannst þessi aðferð algjörlega galin, eins og margar aðrar eldunaraðferðir:

„Nú þarftu bara straujárn til að grilla brauð og klósettkassa til að búa til fínt rúsínuvín.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 dögum

Jenna Jameson gerði þessa þrjá hluti þegar hún byrjaði á ketó – Hefur misst tæp 40 kíló

Jenna Jameson gerði þessa þrjá hluti þegar hún byrjaði á ketó – Hefur misst tæp 40 kíló
Matur
Fyrir 2 dögum

Ketó skonsur fyrir skyndibitafíklana: „Bráðna í munni“ – „Algjör bomba“

Ketó skonsur fyrir skyndibitafíklana: „Bráðna í munni“ – „Algjör bomba“
Matur
Fyrir 4 dögum

Bakaður banana og súkkulaði hafragrautur í einni skál: Sjáið myndbandið

Bakaður banana og súkkulaði hafragrautur í einni skál: Sjáið myndbandið
Matur
Fyrir 5 dögum

Vinnufélagar Theodórs gengu fram af honum: „Siðleysi samstarfsfólks míns nær hér hæstu hæðum“

Vinnufélagar Theodórs gengu fram af honum: „Siðleysi samstarfsfólks míns nær hér hæstu hæðum“