fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Möndlukaka í ketó búningi: „Þessi er alveg milljón“

Ketóhornið
Þriðjudaginn 26. mars 2019 13:00

Þessi kaka lítur vel út.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver á ekki góðar æskuminningar af möndlukökunni? Ég ákvað að nota sama grunn og ég notaði í sítrónukökuna og reyna að endurgera möndlukökuna. Ég vissi strax að það myndi virka, en það er enginn munur á þessari og „venjulegri“ möndluköku, nema að ketó kakan ruglar ekki í blóðsykrinum.

Þessi kaka er alveg milljón og fékk mjög góða einkunn hjá nammigrísnum mínum. Þá er nú mikið sagt.

Dúnmjúk alveg hreint.

Möndlukaka

Kaka – Hráefni:

¼ bolli brætt smjör
1 tsk. möndludropar
¼ bolli 18% sýrður rjómi eða grísk jógúrt
2 egg
1/3 bolli fínmöluð sæta
2 bollar möndlumjöl
1 tsk. lyftiduft

Krem – Hráefni:

½ bolli fínmöluð sæta
2 msk. rjómi
¼ tsk. möndludropar
1 dropi rauður matarlitur

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C. Hrærið öllum hráefnum í kökuna saman og setjið í smurt álform, sem er sirka 10×20 sentímetra stórt. Bakið í 35 til 40 mínútur. Leyfið að kólna alveg. Búið síðan til krem. Blandið öllum hráefnum saman og hrærið í kreminu þar til það þykknar, en ekki of. Skreytið kökuna og verði ykkur að góðu.

Kremið komið á.

Svo er ég með gjafaleik á Instagram þar sem ég ætla að gefa áhöld sem ég nota mikið í eldhúsinu – meira um hann hér:

 

View this post on Instagram

 

… nú ætla ég að henda í nýjan leik hér á instagram. Eins og kannski ekki hefur farið framhjá ykkur elska ég eldhúsið og þá er ekki verra að hafa fallegar og nytsamlegar græjur við hendina? … Ég hef fengið margar fyrirspurnir um hvar ég fæ mínar fínu græjur en þar sem ég fæ þær flestar í útlöndum hef ég ekki getað bent fólki á hvar nákvæmlega …þannig að nú ætla ég að gefa ykkur öllum tækifæri á að eignast sitt lítið af mínu uppáhalds? … það eina sem þið þurfið að gera er að læka myndina og segja mér í hvað þið mynduð nota þessar dýrindis græjur? … ekki væri verra ef þið deilduð færslunni meðal vina þar sem ég mun velja vinningshafa þegar 2000 fylgjendum er náð á síðunni… spennó much??????

A post shared by Halla Björg Björnsdóttir (@hallabb) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa