fbpx
Föstudagur 24.maí 2019
Matur

Silkimjúk ketó-kaka: „Uppáhaldskakan mín á Starbucks í ketóklæðum“

Ketóhornið
Laugardaginn 9. mars 2019 13:00

Halla bryddar upp á frábærri uppskrift.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú kemur sko kaka með kaffinu. Þetta er uppáhaldskakan mín á Starbucks í ketóklæðum. Hún er ofboðslega einföld og fljótleg og inniheldur aðeins 2 „net carbs“ í hverri sneið. Æðisleg í helgarbrönsj, silkimjúk og bráðnar bókstaflega í munni. Kallinn minn kláraði hana næstum því.

Æðisleg kaka.

Starbucks kaka í ketóklæðum

Hráefni:

¼ bolli bráðið smjör
1 tsk. sítrónudropar
safi úr einni sítrónu ásamt raspi af berkinum
¼ bolli 18% sýrður rjómi
2 egg
1/3 bolli sæta
2 bollar möndlumjöl
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. birkifræ (poppy seeds)

Hráefnin.

Aðferð:

Ofninn hitaður í 175°C og ílangt form tekið til. Ég hef fengið alveg geggjuð sílíkon form í Bónus á góðu verði og mæli eindregið með þeim. Ég nota þau endalaust mikið í alls konar bakstursæfingar. Öllum hráefnum hrært saman og deigið sett í formið. Bakað í 30 mínútur og leyft að kólna.

Krem – Hráefni:

½ bolli fínmöluð sæta
2 msk. rjómi
¼ tsk. sítrónudropar

Aðferð:

Allt hrært saman og sett á kökuna.

Fullkomin kaka í helgarbrönsj.

Endilega fylgið mér á Instagram og Snapchat. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Þetta gerist ef þú snýrð popp pokanum vitlaust í örbylgjuofninum

Þetta gerist ef þú snýrð popp pokanum vitlaust í örbylgjuofninum
Matur
Fyrir 1 viku

Svali lifir tvöföldu lífi: Íslendingar í sjokki – „Veit Kveikur af þessu?“

Svali lifir tvöföldu lífi: Íslendingar í sjokki – „Veit Kveikur af þessu?“
Matur
Fyrir 1 viku

Léttir réttir til að hringja inn sumarið – Drífðu þig inn í eldhús

Léttir réttir til að hringja inn sumarið – Drífðu þig inn í eldhús
Matur
Fyrir 1 viku

Sláandi myndband – Vinsælt eldunarsprey sagt valda sprengingum í eldhúsum – Bruni, blinda og afskræming

Sláandi myndband – Vinsælt eldunarsprey sagt valda sprengingum í eldhúsum – Bruni, blinda og afskræming
Matur
Fyrir 2 vikum

Eiríkur bendir á stóran galla á flestum heimilum: „Mak­inn þarf nú, með troð­fullan mag­ann, að strita í nokkra klukku­tíma“

Eiríkur bendir á stóran galla á flestum heimilum: „Mak­inn þarf nú, með troð­fullan mag­ann, að strita í nokkra klukku­tíma“
Matur
Fyrir 2 vikum

Ótrúlegir snúðar sem æra óstöðuga – Sjáið uppskriftina

Ótrúlegir snúðar sem æra óstöðuga – Sjáið uppskriftina