fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019
Matur

Silkimjúk ketó-kaka: „Uppáhaldskakan mín á Starbucks í ketóklæðum“

Ketóhornið
Laugardaginn 9. mars 2019 13:00

Halla bryddar upp á frábærri uppskrift.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú kemur sko kaka með kaffinu. Þetta er uppáhaldskakan mín á Starbucks í ketóklæðum. Hún er ofboðslega einföld og fljótleg og inniheldur aðeins 2 „net carbs“ í hverri sneið. Æðisleg í helgarbrönsj, silkimjúk og bráðnar bókstaflega í munni. Kallinn minn kláraði hana næstum því.

Æðisleg kaka.

Starbucks kaka í ketóklæðum

Hráefni:

¼ bolli bráðið smjör
1 tsk. sítrónudropar
safi úr einni sítrónu ásamt raspi af berkinum
¼ bolli 18% sýrður rjómi
2 egg
1/3 bolli sæta
2 bollar möndlumjöl
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. birkifræ (poppy seeds)

Hráefnin.

Aðferð:

Ofninn hitaður í 175°C og ílangt form tekið til. Ég hef fengið alveg geggjuð sílíkon form í Bónus á góðu verði og mæli eindregið með þeim. Ég nota þau endalaust mikið í alls konar bakstursæfingar. Öllum hráefnum hrært saman og deigið sett í formið. Bakað í 30 mínútur og leyft að kólna.

Krem – Hráefni:

½ bolli fínmöluð sæta
2 msk. rjómi
¼ tsk. sítrónudropar

Aðferð:

Allt hrært saman og sett á kökuna.

Fullkomin kaka í helgarbrönsj.

Endilega fylgið mér á Instagram og Snapchat. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 4 dögum

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu
Matur
Fyrir 4 dögum

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“
Matur
Fyrir 6 dögum

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið
Matur
Fyrir 1 viku

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis